Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 13
ÆGIR 7 leyti, einkum þó vegna ógæfta, sem voru þar um það leyti, því fiskur virtist vera þar allmikill á miðunum um tima. Af þessum sömu ástæðum var netjatapið með mesta móti. Frá Stokkseyri gengu 6 vélbátar minni en 12 smálestir og 1 opinn vélbátur og um tíma 1 árabátur. Afli var þar góður eða líkur og árið áður. Samtals veiddust þar 301 smálest (317). Frá Eyrarbakka gekk 1 mótorbátur minni en 12 smálestir, 1 opinn vélbátur og 1 árabátur. Hefur því útgerðin þar dregist mjög saman. Afli var þar 63 smá- lestir (122). Sem útvegspláss dragast nú þessir staðir báðir mjög saman, enda eru skilyrði þar miklu betri til ræktunar en í ílestum öðrum veiðistöðum, enda hefur henni fleygt þar mjög fram á seinni árum, einkum þó garðræktinni, en sökum kartöflusýki, sem mikið bar á í flestum stöðum á Suðurlandi, varð árángurinn verri á þessu ári en við mátti búast. Þrátt fyrir þetta mun útgerð smærri báta haldast nokkuð við á þessum stöð- um, þar sem þeir liggja mjög skammt frá auðugum fiskimiðum, þó að þeir sökum brima og óhægrar aðstöðu, að því er landtöku snertir, geti ekki framfleytt í- búum sínum á fiskiveiðum einum saman, eru þær héruðunum til mikillar hjálpar, í sambandivið annan atvinnurekstur. Á aukaþinginu nú í haust heimilaði Alþingi ríkisstjórninni að ganga t 85 þús. króna ábyrgð fyrir samvinnufélag sjó- manna á Stokkseyri til aukinnar útgerð- ar þar i verstöðinni, og má ganga út frá að sú heimild verði notuð. Eins og undanfarin ár hefur Grinda- vík verið með mestu uppgangs-verstöðv- um fjórðungsins. Á vertíðinni gengu þaðan 35 opnir vélbátar (29). Strax í marzbyrjun var kominn þar óhemju afli og hélzt hann út marz og aprílmánuð, þó gengu þar úr, eins og jafnan í brimalendingum, margir dagar sökum ókyrðar, en vertíðin var þar endaslepp, því sáralítið aflaðist þegar kom fram i maimánuð. Afli 1212 smál. (1235). Grindvíkingar halda stöðugt áfram að búa í haginn fyrir útgerð sína, bæði með bættu vegakerfi innan sveitarinnar, við- bót og endurnýjun húsa og báta, að ógleymdum lendingarbótum, sem þeir hafa framkvæmt á siðari árum. Eg gat um það í síðasta ársyfirliti mínu (Ægi 1. tbl. 1933) að í Járngerðar- staðarhverfinu, sem er eitt af þrem- ur útgerðarhverfum Grindavíkur, hefði á því ári verið fullgerður varnargarður og bátabryggja og nú á þessu ári var gerð samskonar lendingarbót í Forkötlustaða- hverfinu, sem er austasta hverfið í vík- inni. Um miðjan marz kom mikil loðnu- ganga upp að Grindavik, en loðnu hefur lítið orðið hér vart í nokkur ár. Frá Höjnum gengu 11 bátar framan af vertíðinni, en 20. marz fórst einn af þeim i róðri og gengu eflir þann tima 10 bátar þaðan (8). Afli var þar frekar tregur eða að minnsta kosti mikið minni en undanfarin ár. Alls var saltað þar 241 smálestir. (357), en auk þess selja þeir mikið af ferskum fiski til Reykjavíkur og til útflutnings, einkum þó yfir sumar- tímann eða utan vertiðar. Frá Sandgerði gengu 15 bátar, þar af 12 stærri en 12 smálestir, og auk þess 16 opnir bátar, þegar leið á vertíðina. Afli var þar ágætur og var saltað 1930 smálestir (1631). Eins og annarstaðar á þessu svæði hætti snögglega að aflast þar fyrri hluta maímánaðar. Frá Garði og Leiru gengu 4 opnir bátar (6) og auk þess lagði einn stór

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.