Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 21
ÆGIR 15 sig um eitt allsherjar sölusamlag, likt og íiskútflytjendur hafa gert, en þrátt fyrir það þó að síldareigendur hafi um langan tíma séð og viðurkennt þörf á slíku samlagi, þá er eins og þar sé hver höndin á móti annari, og villt samkeppni í stað skipulagsbundinnar sölu er látin ráða. Það eru eins og sakir standa að visu margar ástæður, sem vinna á móti og draga úr mönnum kjarkinn við stofnun slíks samlags. í fyrsta lagi hin hörmu- legu afdrif Síldareinkasölunnar gömlu, en margir geta ekki gert greinarmun á skipulagsbundnu sölusamlagi og lög- þvingaðri pólitiskri einkasölu, og í öðru lagi er fjárhagur margra þeirra, sem við sildarverzlun fást, þannig, að þeir eru ekki sjálfráðir með viðskifti sín. Bank- arnir íslenzku veita mjög lítið lán til þessa atvinnureksturs, að minnsta kosti ekki til síldarkaupanna; verða þvi þeir, sem við þessa atvinnu fást, að leita eftir lánum í aðrar áttir, og verður þá reyndin sú, að vanalega er helzt að snúa sér til umboðssölufirmanna eða sildarkaupa- firmanna sjáifra, nm fyrirfram greiðslu eða lán til atvinnu-rekstursins, en þar með eru viðskiptin bundin. Síldarbræðslurnar störfuðu allar 6 á árinu, og er þá Síldarbræðslustöð Ríkis- ins og bræðslustöð dr. Paul talin sem ein stöð, en þær voru sameinaðar á árinu. — Af bræðslusíld tóku þessar stöðvar á móti: Sólbakkastöðin .............. 95 331 hl. Hesteyrarstöóin ............. 87 448 — Ríkisbræðslustöðin.......... 310 392 — Steindór Hjaltalin........... 64 018 — Krossanes .................. 160 007 — Raufarhöfn................... 34 982 — 1 byrjun síldveiðanna var útlitið með verð á afurðum síldarverksmiðjanna mikið betra en árið áður. Þegar veiðin byrjaði var verð á síldarmjöli 9 £ smá- lestin, en hækkaði þegar leið fram á sumarið, og mun mikið af því hafa verið selt fyrir 9—10 — 0 £ og komst hæzt í október í 11—0—0 £, en lækkaði svo aftur í nóvember. Annars voru töluvert miklar verðsveiflur á síldarmjölinu allt sumarið. Innanlands var verðið hjá Rikisbræðsl- unni 17—18 kr. pr. 100 kg. f. o. b. Siglu- firði. — Verðið á sildarolíunni var líka hærra en árið áður eða 9 til 10 £ smá- lestin, og voru minni verðsveiflur á olí- unni en á mjölinu. Heilaarframleiðsla síldarmjöls mun hafa numið um 10 500 smálestum, og fram- leiðsla sildarolíu álíka mikil. Þátttaka Norðmanna á síldveiðum var nokkru minni en undanfarandi, enda hefur hún farið minnkandi nú í nokkur ár, og voru menn farnir að gera sér vonir um það, að þeir mundu ekki geta haldið hér út leiðangrum sínum í sam- keppni við verkunarstöðvar í landi, enda höfðu þeir tapað mikið árið 1932, og því illa undirbúnir, að halda þessari samkeppni áfram, en eftir að þeir höfðu fengið hagkvæma viðskiptasamninga við íslendinga, sem sérstaklega léttu undir með þeim, að því er síldveiðar hér snertir, þá lögðu þó 105 skip þaðan af stað til síldveiða við Island á árinu. Norðmenn eru sjálfir ánægðir yfir afkomu síldveiða sinna hér við land á árinu, enda nutu þeir verðhækkunar þeirrar, sem varð í Svíþjóð, þegar á sumarið leið, þvi mest af þeirra síld var verkað fyrir þann markað, og mun lítið af sildinni hafa verið selt fyrir fram. — Telja Norðmenn sig hafa fengið að meðaltali 20 aura fyrir kg. af síldinni, að frádreginni tunnu og salti, en ekki nema 7 aura 1932. Pátttaka Norðmanna hefur verið und- anfarandi ár:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.