Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 10
4 ÆGIR íslendinga, eins og fyrirrennari hans, pró- fessor Johannes Schmidt, sem haft hefur yfirstjórn fiskirannsóknanna hér við land síðustu áratugi, en hann andaðist 22. febr. 1933. Tveir samningar. Á árinu komu til framkvæmda tveir þýðingarmiklir utanrikissamningar gerðir af hálfu lslendinga. Var annar þeirra viðskiptasamningur milli Norðmanna og íslendinga (norski samningurinn) undirskrifaður í Ósló af fulltrúum beggja ríkjanna 17. apríl 1932. Er okkur í þeim samningi veitt nokkur lækkun á tolli af ísl. saltkjöti í Noregi, en í staðinn er Norðmönnum veitt margs- konar fríðindi í sambandi við fiskveiðar þeirra, — einkum þó síldveiðarnar — hér við land. Samningur þessi hefur mætt mikilli mótstöðu og andúð meðal tlestra út- gerðarmanna og sjómanna um allt land, að minnsta kosti þess hluta þjóðarinnar, sem á afkomu sina að einhverju leyti undir síldveiðunum, og bændum virðist lítið til hans koma líka, enda er saltkjöts- útflutningur héðan til Noregs stöðugt minnkandi. — Frá öllum fjórðungsþing- um fiskifélagsdeilda, sem hingað hafa borist, hafa verið samþykktar einróma áskoranir um það, að segja samningi þessum upp. Það má því vera meira en lítið þekk- ingarleysi á hug landsmanna, sem komið hefur fram aftur og aftur í sumar í blaði forsætisráðherra og nú síðast í nýjárs- ávarpi hans til þjóðarinnar, að samn- ingur þessi væri landsmönnum geðfeldur, og að þeir væru ánægðir með hann, enda heyrðust ekki nein andmæli á móti honum. Eins og fiskiveiðarnar eru aðalmáttar- stoð undir efnalegu sjálfstæði okkar, eins er fiskiveiðalöggjöfin fjöregg sjávarútvegs- ins, það má því ekki liðast neinum stjórnmálaflokki eða stjórnmálamanni að leggjast á það og gera það að fúleggi. Sjómenn og útgerðarmenn alstaðar á landinu verða að standa fast saman um þetta mál við kosningar þær, sem fram fara nú í sumar, og taka þau loforð af þingmannaefnum að þeir stuðli að þvi, að samningi þessum verði sagt upp. Viðskipti íslendinga og Norðmanna voru þannig árið 1931, en það er siðasta árið, sem ég hef náð í skýrslur yfir, að við keyptum af þeim vörur fyrir ca. 41/* milj. ísl. krónur og auk þess hafa þeir án efa haft annað eins fyrir skipaleigur og ílutninga hér við land, eða samtals 9—10 miljónir króna, en á móti hafa þeir keypt af okkur saltkjöt fyrir 917 þús. krónur, en ýmsar aðrar vörur, sem þeir hafa af okkur keypt, t. d. lýsi og sildarmjöl, flytja þeir út aftur og eru því þar sem óþarfir milliliðir, en hafa sinn verzlunarhagnað af þeim viðskiptum. Annars er samningur þessi hvorugri þjóðinni til sóma, og væri því vel að hann hyrfi í gleymsku þagnarinnar sem fyrst. Hinn samningurinn, brezk-íslenzki verzlunarsamningurinn, er gerður á þessu ári og er hann undirritaður í London 19. maí, og var það sá fimmti í röðinni af viðskiptasamningum Englendinga, eftir Ottavasamninginn. Samningur þessi má eftir öllum atvik- um teljast viðunandi fyrir okkur, enda var hér samið við stjórnmálalega þroskaða og göfuga þjóð, sem ekki notaði þræla- tök hins sterkari til að þvinga fram smávægilegar ívilnanir sér í hag, sem vanalega særa meira sjálfstæði þeirrar þjóðar, sem lætur þær í té, en að þær séu i raun og veru svo mikils virði fyrir þann sem fær.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.