Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 41
ÆGIR 35 göngur þorsksins, merktan fisk, bið ég hann að muna eftir því, að hann lið- sinnir ekki að eins fiskirannsóknunum, heldur styður fyrst og- fremst sína eigin atvinnu, ef hann skilar merkinu með góðum og áreiðanlegum upplýsingum. Upplýsingar þær sem óskast eru þessar (klippið því þenna kafla úr og geymið hann í vasabókinni I): 1. Merkjahnöppunum af fiskinum sé skilað ásamt kvörnunum (sem teknar skulu úr höfði fisksins, þar sem þær eru hvor sinu megin við heilann); þessu fylgi pappírsmiði, sem á er tilgreint; staðurinn, sem fiskurinn veiddist á (helzt lengd og breidd staðarins og dýpið á honum), mánaðardagurinn og árið, þeg- ar fiskurinn veiddist, öll lengd fisksins í sentimetrum eða millimetrum, frá snjáld- ursbroddi á sporðsenda, kynferði fisks- ins (hængur eða hrygna). Ef menn ennfremur geta gefið upp- lýsingar um eftirfarandi atriði, væri það nokkurs virði: þyngd óslægðs fisksins (í grömmum); hvort fiskurinn var þrosk- aður eða óþroskaður, hvort hann var heilbrigður eða sjúkur (t. d. hvort merk- ið hafði meitt hann); auk þess sé skýrt frá, hvaða veiðarfæri var brúkað, frá nafni og heimili skipsins og frá nafni og heimilisfangi fiskimanns (eða þess sem merkið hirti). Það eru greiddar 2 krón- ur í þóknun fyrir hvert merki með góð- um upplýsingum og ef fiskimaður óskar þess, verður merkishnappurinn sendur honum aftur; það halda sem sé sumir, að það sé lán að eiga slíkan hnapp, sem setið hefur á fiskinum á hinum óþekktu ferðum hans um sjóinn. A. Vedel Táning. Dr. phil. Aths. Þegar ég flutti útvarpserindi þaö, sem birtist í siðasta tbl. Ægis, haföi ég eígi hug- mynd um, aðgrein Dr. Tánings væri á leiðinni; ég hefði þá getað hagað erindi minu nokkuð á annan veg. En greinin er ágæt viðbót við er- indið og kortin, sem henni fylgja, eru til mik- ils skilningsauka og skýringar, einnig fyrir þá sem erindið lesa; þó ná þau ekki til Jan Mayen. B. Sœm. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1934. 1. Ljósmagn Selvogsvitans hefir verið aukið upp í 18 sm., en ljósmál vitans er óbreytt. 2. Seinni partinn í janúarmánuði mun radíóviti taka til starfa í Vest- mannaeyjum. Á þeim tíma dags sem loftskeytastöðin starfar, má kalla á hana — kallmerki: T. F. V. — og fá það- an miðunarmerki. Á þeim tíma sem engin gæzla er á stöðinni, sem er á virk- um dögum kl. 21 til kl. 8, en á helgum dögum kl. 20 til kl. 10, mun stöðin senda út miðunarmerki síðustu 10 mín. á hverri klst., öldulengd 641 m. Merkin eru þessi: Stafurinn V (...-) þrisvar í röð á 12 sek. Bil 2 sek. 19 strik á 2 sek. með 7* sek. millibili. Bil 372 sek. Samtals 60 sek. Þessi merki verða endur- tekin 10 sinnum í röð. 3. Samkvæmt alþjóða samþykkt hefir flaggmerki fyrir skip, sem vilja kalla á hafnsögu* eða leiösögumann, verið breytt í stafinn »G« (alþjóða merkjabók) í staðinn fyrir stafinn »S«. Jafnframt má, eins og áður, nota flagg- merkið »PT« eða leiðsöguflaggið, sem er þjóðfáninn með hvítri rönd í kring. 2/i 1934. Vitamálastjórinn. Th. Krabbe.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.