Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 27
ÆGIR 21 önnur ferðin í nóv. og gekk þolanlega, enda hittist þá á góðan markað, fekkst fyrir þá ferð 1902 £. Síðara skiftið kom skipið þangað 11. des. og var þá verðið svo lágt að eigendur skipsins töldu aíl- ann ekki duga fyrir tollinum, og var því aflinn lagður upp í fríhöfninni í Ham- horg og sendur svo þaðan með járnbraut til Tékkoslovakíu. í raun og veru fór þvi flskur þessi aldrei til Þýzkalands, þó að hann væri lagður þar upp. Skipið hafði góðann afla, sem þó seldist aðeins fyrir 292 £. Fáist þessi tollur í Þýzkalandi ekki af- numinn með öllu, eða að minnsta kosti lækkaður að miklum mun, er ferskfisk- sölu frá íslandi alveg lokíð þar. Auk þess hafa nokkrir útlendir tog- arar farið með bátafisk til Englands á árinu, sömuleiðis hefur mikið verið flutt þangað með öðrum skipum af ferskum fiski. Borið saman við undanfarandi ár hefur ísfisksala togaranna verið að meðaltali í hverri veiðiferð: 1933 ............... 934 £ 1932 ............. 1113 - 1931.............. 1016 - 1930 ............... 922 - Þegar nú frá þessari upphæð er dreg- inn 10°/o tollur, sem nú er greiddur af sölu fisksins i Englandi sést, að ísfisk- salan þangað er ekki glæsileg. Eins og tafla VI. ber með sér fóru togararnir flestar ferðir í janúarmánuði, enda var þá sala bezt. Sömuleiðis var allgóð sala á fiski í Englandi í ágúst- mánuði, en sá mánuður var lélegur árið áður. Síðustu mánuði ársins var verð á fiski yfirleitt lágt í Englandi, enda var afli á togarana mjög lítill seinni part árs- ins. Var að heita mátti jafn aflalaust við alla hluta landsins fyrir togara, og gekk þeim tiltölulega miklu ver að afla en þeim skipum er fiskuðu með línu. Sneru þvf margir togarar veiðunum yfir i fisk- kaup og keyptu fisk af bátum í verstöðv- um og fluttu hann til Englands, Á isfisksveiðum var Venus hæstur með 14732 £, enda fór hann 14 ferðir á ár- inu, aftur á móti hefur Jupiter selt hæst á árinu, eða 1340 £ að meðaltali í ferð. Aflabrögð og þátttaka í fiskveiðunum. Tafla VII. sýnir þátttöku í saltfiskveið- um og afla sundurliðaðan eftir mánuð- um. Hefur aflinn verið mestur í marz- mánuði eða rúmlega 18 þús. smálestir; er það 26% af ársaflanum. Árið áður var aprílmánuður aflahæsti mánuðurinn, rúm 28°/o af ársaflanum. Annars var aflinn mjög líkur alla mánuðina marz— april og maí. Þátttakan í fiskveiðunum hefur verið mest í maímánuði, eins og undanfarandi ár, enda eru þá allar fleyt- ur í gangi. Fjölgun báta og manna, er taka þátt í veiðunum í maímánuði, stafar mest af þvi, að þá bætast við allir þeir bátar, sem aðeins eru gerðir út stuttan tíma af mönnum, er aðra atvinnu stunda sem aða’atvinnu, t. d. landvinnu og búskap. Stunda bátar þessir vanalega mest heima- ræði, eða færa sig um tíma í verstöðvar þær, er næst liggja fiskimiðum. Á heild- araflann hafa bátar þessir ekki mikil áhrif, þvf allverulegur hluti af því, sem þeir afla, er notaður til fæðis. Að því er mannatölu á skýrslu VII. snertir skal þess getið, að yfirleitt eru aðeins taldir þeir menn, sem eru á skip- unum, en ekki þeir menn, er fást við aðgerð aflans í landi; þó er þetta nokk- uð blandað saman í sumum veiðistöðv- um, þar sem mennirnir skiflast á um þetta, og aðgerðarmennirnir eru skráðir á bátana sem skipverjar. Það eru því raunverulega miklu fleiri

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.