Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 24
18
ÆGIR
IV. Fiskútflutningurinn 1931-1933
(miðað við verkaðan fisk).
Mánuðir 1933 kg- 1932 kg- 1931 kg-
Janúar 4 328 740 6 729 110 5 553 800
Febrúar 5 907130 7 204 880 4 123 500
Marz 3 730 070 8 396 120 6 687 630
Apríl 1 898 620 5 797 000 4 629 910
Maí 5 606 500 4 128010 3 762 860
Júní 4 681 600 3 379 770 2 568 690
Júlí 6 667 800 2177140 3 861 620
Ágúst 6 021 310 8 711 980 10 031 930
September 10 173 620 4 427 170 6 168 350
Október 11 279 310 9 252 720 13 558 550
Nóvember 4 721 640 3 072 190 5 982 150
Desember 6 630 030 7 668 99Ó 2 404 790
Samtals 71 646 370 70 945 080 69 333 780
enginn er óánægður með. Og það vil ég
benda þeim óánægðu fiskeigendum á, að
hér er að velja á milli að leggja þessi
samtök í rústir eða starfa fyrst um sinn
á þessum grundvelli, og veit ég, að þeir
verða ekki margir, sem kjósa hið fyr-
nefnda.
Aftur á móti mundi það verða mjög
þakksamlega þegið, ef Samlagið gerði
meira að því að láta þjóðina eða fisk-
eigendur vita meira um störf sín en það
hefur gert, t. d. með því að láta Út-
varpinu í té vikulega skýrslu um út-
flutnings- og markaðshorfur og á hvern
hátt þeir óskuðu eftir að fiskverkuninni
yrði hagað, t. d. að því er snertir labra-
dorverkun, fiskþurk, ástand markaðs-
landanna, innflutningstakmarkanir o. s.
frv., einkum þegar það er vitanlegt, að
það tekur því illa, ef aðrir forráðamenn
útgerðarmanna eru að fást við slíkt. —
Þegar um jafnstóra stofnun og Sölusam-
bandið er að ræða, ætti því að vera vel
kleift að fela einum starfsmanni sínum,
undir stjórn einhvers forstjórans, að
semja slíkt yfirlit, og mundi það fyrir-
komulag verða því mjög til
styrktar.
Nú um áramótin er allt enn
þá í óvissu um framtíð Sam-
lagsins, en gera má ráð fyrir,
að menn átti sig nú nægilega
snemma, svo að ekki þurfi að
taka til þvingunarráðstafana.
Tafla III. sýnir fiskútflutn-
inginn til einstakra staða og
einstakra landa, og höfum hér
allsstaðar aukið útflutninginn,
nema til Grikklands, en það
er okkur að miklu leyti lokað
eins og sakir standa.
Tafla IV. sýnir útflutninginn
miðað við verkaðan fisk eftir
mánuðum. Hefur útflutningur-
inn verið mestur í september og októ-
ber, en minnstur i aprílmánuði, aðeins
tæpar 2 þús. smál. Meðalútflutningur
hefur verið 5500 smál. á mánuði.
Verð á meðalalýsi hefur verið hærra
en árið áður. í ársbyrjun var verðið 70
au. pr. kg., en lækkaði fijótlega sökum
mikillar framleiðslu en lítillar eftirspurn-
ar, og var komið niður í 50 aura í fe-
brúar og marz, en litið mun hafa verið
selt með því verði. Þegar kom fram í
apríl, hækkaði það fljótlega og var komið
upp í 80 aura síðast í apríl, og hélzt það
verð að mestu óbreytt fram í október,
en þá lækkaði verðið aftur niður í 70
aura og var það fram að áramólum. —
Árið byrjaði því og endaði með sama
verði.
Togaraveiði og ísfisksala.
Veiði á togurunum, bæði á síldveiðum
og saJtfiskveiðum gekk mjög vel á árinu
og var vertíðarafli togaranna um tíma
einhver sá mesti er verið hefir. Á salt-
fiskveiðar lagði fyrsti togarinn Max
Pemberton út 3. febrúar, enda stundaði