Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 23
ÆGIR
17
Tafla III. Skýrsla um fiskútflutninginn 1932 og 1933
eftir innflutningsstöðum.
1933 1932
Verkað Óverkað Verkað Óverkað
Innfluiningssiaðir: S p á n n: kg. kg- kg. kg.
Vigo 2 751 600 » 2 144100 »
Bilbao 9 568 500 35 000 9 638 580 100 000
Malaga 610150 537 400 377 500 175 000
Sevilla 3 118 000 50 000 2 587 650 200 000
Alicante 1 069 300 » 450 000 »
Valencia 2 962 250 » 2 238 650 »
Barcelona og Tarragona 13 248 050 10 900 10 694 700 »
Samtals 33327 850 633 300 28 131 180 475 000
P o r t ú g a 1:
Oporto 7 790 680 1 200 000 7 832 770 950 000
Lissabon 6 869 880 300 000 5 902 600
Samtals 14 660 566 1 500 000 13 735 370 950 000
í t a 1 í a:
Genova, Neapel, Livorno 12 521 490 7 453 600 11 419 750 8166 900
G r i k k 1 a n d:
Piræus, Patras 52 200 2 227 250 688 550 1 598 250
Yerðhækkun varð
engin síðustu mán-
uði ársins eins og
árið áður, og var
verðið um áramótin
74 kr. fyrir sunn-
lenzkan og vestfirzk-
an fisk, 84 kr. fyrir
norðlenzkan og 88
fyrir austfirzkan fisk.
— Labradorverkaður
fiskur ca. 57 kr.
Þar sem ársfram-
leiðslan var ca. 13
þús. smál. meira en
árið áður, og með
hliðsjón af þeim
viðskiftaerfiðleikum,
sem yfirleitt voru
ríkjandi á árinu, er
enginn efi á því, að
fisksalan hefði farið
mjög illa, ef Sölu-
sambandið hefði ekki
starfað og haldið jafn-
föstum tökum á fiskverzluninni og það
gerði.
Fiskframleiðendur mega því vera því
mjög þakklátir, og ættu að sjá sinn hag
i því að fylkja sér fast um það á því
ári, sem fer í hönd. Það er ekki annað
en félagslegur vanþroski, þegar einstöku
smáframleiðendur eru að pukra fyrir utan
þessi samtök, í þeirri von, að þeir ann-
aðhvort geti losnað við fisk sinn fyr,
eða í bráðina á einhverjum tíma náð í
lítið eitt hærra verð en það, sem rikj-
andi er á þeim tíma. Á slikri tækifæris-
sölu er ekki hægt að byggja útgerð eða
viðskifti.
Það skal að vísu játað, að með þvi
fyrirkomulagi sem er, hafa smáframleið-
endur, dreifðir um verstöðvarnar, lítil
ítök í stjórn og fyrirkomulagi Samlags-
ins, enda hafa heyrst raddir um það úr
ýmsum stöðum, eins og sjá má á sum-
um fundargerðum fjórðungsþinganna, en
ég held, að þessir dreifðu menn geri sér
ekki ljóst, hve áhrif þeirra væru i raun
og veru lítil við kosningu í stjórn þess,
þó hún væri látin fara fram, og enn
fremur er hætta á því hér í fámenninu,
að pólitísk áhrif og héraðametningur
mundi koma of mikið til greina í al-
mennri kosningu, enda alveg vist, að
ómögulegt væri að halda Samlaginu
áfram á frjálsum grundvelli úr því. —
Þá yrði að koma til kasta Alþingis um
yfirgripsmikil þvingunarlög og opinber
afskifti, og er ekki líklegt, að það hefði
heppilegri aíleiðingar.
Það hefur ekki ennþá verið fundið
það fyrirkomuleg í verzlunarmálum, sem