Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 37

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 37
ÆGIR 31 fyrri ársskýrslum mínum. Viðbótarskrá þessi verður því að skoðast sem leið- rétting við þær skýrslur. 1 skýrslum þessum yfir sektuð skip eru að eins þau talin, sem dæmd hafa verið í undirrétti eða hæstarétti, en sleppt þeim skipum, sem sýknuð hafa verið, eða þeim, sem sleppt hefur verið með áminningu. Pað vœri nauðsynlegt að koma land- helgisgœzlunni í betra lag en nú er á henni, og er ekki annað sjáanlegt, en að það vœri auðgert með þeim skipakosli, sem við höfum yfir að ráða og þvl fé, sem árlega er til hennar varið. Göngur þorsksins í Norður-Atlantshafi. Síðasta áratug hefur »Kommissionen for Danmarks Fiskeri- og Havundersög- elser«, látið, sem kunnugt er, merkja töluvert af þorski við Færeyjar, Island og Grænland, til þess að rannsaka göng- ur þessa verðmæta fisks. Prófessor Jo- hannes heitinn Schmidt hefur áðurskrif- að um sumar af þessum merkinga-til- raunum. Fá af þeim atriðum, sem haf- rannsóknirnar fást við, hafa vakið jafn- mikla athygli meðal fiskimanna, og ein- mitt rannsóknirnar á göngum fiska og ég skal því í sem styzfu máli gefa nokkr- ar upplýsingar um útkomuna, sem feng- ist hefur við að merkja nærri 20 þús. þorska á hinu ofannefnda víðáttumikla svæði. Pað mun eflaust flestum lesendum Ægis kunnugt, að þorskamerkingarnar við Grænland hafa sýnt þá mjög svo merkilega útkomu, að mergð af þorski hefur á síðari árum gengið frá Vestur- Grœnlandi til íslands; þegar að því er gætt, hve fáir fiskar af öllum þorskstofninum hafa verið merktir, er endurveiðin t. d. árið sem leið við ísland af merktum Grænlandsþorski töluverð (54 fiskar eru veiddir við ísland) og það verður að gera ráð fyrir að margar miljónir af þorski hafi þetta sama ár gengið frá Grænlandi til Islands, til þess að hrygna þar. Allra fyrsti þorskurinn frá Græn- landi veiddist við lsland 1927. Hins veg- ar var fyrst farið að merkja við Græn- land 1924, svo að ekki var að búast við neinni útkomu mikið fyr. Næstu fiskarn- ir sýndu sig við ísland nokkurum árum síðar, sem sé 1930, svo að líkindum hafa verið meiri brögð að göngunni veturinn 1929—30; er það í góðu samræmi við það, að hinn mikli þorsk-árgangur, sem klakinn var 1922, fór einmitt um þetta leyti að komast í gagnið og leitaði því á hinar góðu gotstöðvar við lsland. Einnig hefur þorskur, merkturvið Austurströnd Grænlands (við Angmagssalik), gengiðtil íslands. Við Grænland hafa nú verið merktir 7039 þorskar; af þeim hafa 2,3,°/o endur- veiðst við Grænland og næstum jafn- margir (2,1 °/0 eða 145 fiskar) við lsland. Pað hefur lika sýnt sig, að þorskur, sem merktur hefur verið á gotstöðvun- um við ísland, getur gengið til Vestur- Grænlands; hingað til hafa þó að eins fengist 12, sem farið hafa þessa ferð; en því má í þessu sambandi muna eftir, að veiðarnar við Grænland eru ekki nærri eins miklar og við Island og þess vegna má ekki búast við svo mikilli endur- veiði, jafnvel þótt margt af þorski sé á ferðinni. Við Island hafa siðasta áratug verið merktir 5112 þorskar; hafa þeir ýmist verið merktir á »Dönu«, eða af mönn- um, sem hafa verið gerðir út til þess,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.