Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 30
24
ÆGIR
Tafla VIII. Skýrsla um frystingu beitu
síldar (kolkrabbi meðtalinn)
árin 1931 til 1933.
1933 1932 1931
Fjórðungar: kg. kg- kg.
Sunnlendinga .... 939 000 523 600 156 000
Vestfirðinga 566 000 324 000 746 000
Norðlendinga .... 1 903 800 1 567 000 2 545 300
Austfirðinga 310 500 171 300 340 200
Samtals 3 719 300 2 585 900 3 787 500
hendi, því hætt er þá við að hringur
myndist um sölu þessarar framleiðslu,
sem setur verðið upp, eða dregur svo
úr framleiðslunni, að á sumum árum
geti orðið beituskortur, en nægileg og
ódýr beita er eitt af aðal-skilyrðunum
fyrir þvi, að lóðaveiðar á veitíðinni hér
sunnanlands geti borið sig. Að vísu er
S. I. S. ekki enn þá orðið einrátt á þess-
um markaði, en með aðstöðu sinni á
það létt með að ganga að þeim frysti-
húsum dauðum, sem enn eru starfandi
og fást við framleiðslu þessarar vöru,
einkum ef smokk og síldarveiði bregst
að sumrinu fyrir Suður- og Vesturlandi.
t*ar að auki eru kjöt-frystihús Sam-
bandsins, sem við síldarfrystingu fást
samtímis, byggð með allverulegum styrk
úr Ríkissjóði, og hafa svo að haustinu
annað starf með höndum, sem tilvera
þeirra er grundvölluð á, svo að sam-
keppni þeirra húsa er við síldarfrystingu
fást eingöngu og byggð eru án nokkurs
styrks er útilokuð.
Þar sem auk þess er hér að ræða um
verzlunarfyrirtæki, sem grundvallar til-
veru sína á sölu landbúnaðarafurða og
hefur ekki nema að litlu leyti ástæðu
til þess að bera hag sjávarútvegsins fyrir
brjósti, er það þvi einkennilegra, að Út-
vegsbankinn, sem svo mjög er háður
hag útgerðarinnar og stofnaður henni til
styrktar, skyldi afhenda jafn fjarskyldu
verzlunarfyrirtæki þessar eignir, sem eru
að miklu leyti grundvöllur undir afkomu
fiskiveiðanna, að minnsta kosti hér sunn-
anlands á vertíðinni.
Fiskbirgðir.
Þrátt fyrir hina miklu fiskiframleiðslu
ársins, þá eru fiskbirgðirnar á áramót-
um ekki nema rúmar 2 þús. smálestir
meiri en um síðustu áramót, en miklu
minna en tvö árin þar á undan. Það er
því ekki hægt að segja annað, en að
útflutningur á fiski hafi gengið mjög vel
á árinu, og þrátt fyrir mikla framleiðslu,
óhagstæða veðráttu á sumum stöðum
landsins ásamt ýmsum öðrum viðskipta-
erfiðleikum, þá hefur þó öll fiskverzlun
gengið mjög rólega, enginn ótti eða
»panik« gripið fiskeigendur, svo að þeir
hafi hlaupið hver í kapp við annan, að
bjóða fiskinn fram með Iækkandi verði,
en ástæður voru til þess frekar á þessu
ári en oft áður þegar slikt hefur komið
fyrir. Er enginn efi á því, að Fisksölu-
samlaginu er þetta að þakka og engu
öðru.
Kvartanir hafa verið töluverðar frá
neyzlulöndunum á árinu, yfir ýmsum
göllum á framkvæmd fiskmatsins eða
gæðum islenzka fisksins, sömuleiðis á
ýmsum stöðum um allmikla undirvigt
á pökkum á verkaða fiskinum.
Fiskverkun fer ekki fram hjá okkur
á seinni árum, og það væri alveg rangt
að láta þessar kvartanir liggja í þagnar-
gildi, því margar þeirra eru þannig, að
ekki. er hægt að mæla á móti þeim, og
margar þannig vaxnar, að við þeim er
hægt að gera.
Fundur yfirfiskimatsmanna, sem hald-
inn var í Reykjavík snemma á sumrinu
tók margar af þessum aðfinnslum til