Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 29
ÆGIR 23 Jón A. Jónsson og Kristján Jónsson frá ísafirði. Fyrir nefndinni liggur mikið starf, sem útgerðarmenn verða að fylgjast með af áhuga Nefndin verður að ganga svo frá störf- um sínum, að fundinn sé öruggur grund- völlur fyrir útgerðina að starfa á, svo að hún sökkvi ekki aftur í fen skulda og vandræða. Nefndin verður að finna líka leið og Kreppumálanefnd landbún- aðarins fer, að gera upp hag hvers ein- staklings og sjá um að skuldum hans verði svo létt, að rekstur hans geti haldið óhindrað áfram, beri ekki ófyrirsjáanleg óhöpp að höndum. Fyrir togaraútgerðina hefur þelta ár verið hlutfallslega óhagstæðara en fyrir aðra flokka útgerðarinnar. Er það treg aflasala í Englandi, ásamt tolli þeim, sem þar er á ferskum fiski, sem er þess valdandi, að ísfisksveiðarnar hafa ekki borið sig. Pá verða togararnir, ekki síður en aðrir flokkar útgerðarinnar, að rogast með drápsklyfjar skulda og skatta. Eru flest skipin farin að eldast, og verður þvi við- hald og flokkun skipanna dýrari með hverju ári sem líður. Það er annars æði athugavert. að tog- ararnir ganga stöðugt úr sér, og þeim fækkar ár frá ári, en aldrei bætist nýtt skip við i stað þeirra, sem stranda eða farast. Eina viðbótin við þann flokk skipa er, ef útlent skip strandar hér við land og eigendum þykir ekki borga sig að hirða það, ef vér verðum þá svo heppnir að ná því á flot til þess að bæta þvi við »hina öldruðu sveit«. Gangi togararnir meira úr sér en.orðið er, eða ef ekki bætisl nokkurn \eginn reglulega við þann flota árlega af nýjum skipum, í stað þeirra sem eldast eða ganga úr sér, þá er mikil hnignun fram undan, því togararnir er sá flokkur skipa, sem við getum sizt án verið, sérstaklega í fjölmennum kauptúnum, þeim sem á útgerð byggja. Alþingi og bæjarstjórnir viðkomandi staða verða að gera sér það fyllilega Ijóst, áður en komið er í óefni, og veita þessum flokki útgerðarinnar þá vernd, sem hún þarf að fá, til þess að geta staðið jafnvel að vígi og aðrir flokkar útgerðarinnar. Beitubirgðir. Eins og tafla VIII. ber með sér, hefur verið fryst miklu meira af beitu á þessu ári en árinu áður, enda var þess ekki vanþörf, því þá hefði orðið tilfinnanlegur beituskortur, ef ekki hefðu legið svo miklar birgðir frá árinu 1931, að það jafnaði mismuninn. Er það aðallega Faxaflóasíldin, sem veiddist um sumarið, og kolkrabbinn frá Vesturlandi, sem gerir muninn á fryst- ingu nú og í fyrra. Auk þess er þessi lieimaveidda síld og kolkrabbinn miklu drýgri beita en aðflutta síldin. Verð á beitusíld mun nú vera hér sunnanlands ca. 30 aurar pr. kg. Á þessu ári hafa flest af þeim frysti- húsum, sem eru á Norðurlandi og við síldarfrystingu fást, komist yfir á eina hendi, er það Samband íslenzkra sam- vinnufélaga (S. í. S.), sem hefur keypt frystihúsin Bakka á Siglufirði og frysti- húsið Svalbarða á Svalbarðseyri, en auk þess á það og hefir yfir að ráða fleiri frystihúsum, bæði á Akureyri og Sauð- árkróki, sem aðallega eru ætluð til kjöt- frystingu, en fást auk þess við frystingu síldar að sumrinu. Þá hefur þetta sama firma einnig yfirtekið frystihúsið Herðu- breið í Reykjavik. Fyrir útgerðina getur þetta orðið mjög hættulegt, ef beitusíldar-framleiðslan fær- ist þannig að mestu leyti yfir á eina

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.