Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 33
ÆGIR 27 Á Stokkseyri var eitthvað unnið að dýpkun innsiglingarinnar eins og und- antarandi ár. Þá má telja hina myndarlegu húsbygg- ingu Fiskifélagsins í Reykjavík hér undir, þar sem hús þetta er byggt með það fyrir augum, að félagið geti betur notið sín fiskiveiðunum til aðstoðar. — Yar bygg- ingu hússins full-lokið rétt fyrir áramót. í Vestmannaeyjum var byggð nýtízku meðala-lýsisbræðsla af fullkomnari gerð en áður hefur þekkst hér. í Reykjavik tók kaldhreinsunarstöð Lýsissamlagsins til starfa, er það all- mikil endurbót frá því, sem áður hefur þekkst hér. Þá var enn fremur stofnuð færaspuna- verksmiðja og öngultaumagerð einnig í Reykjavík. Lóðabelgjagerð var einnig stofnuð i Reykjavík á árinu. Þrátt fyrir það þó hér sé ekki um stórfelldan iðnað að ræða, þá eru þetta þó spor í áttina til þess að færa sem mest af þeim iðnaði, er í sambandi við fiskiveiðarnar standa, inn í landið. Ferskfisk-útflutningur. Með bresk-íslenzka verzlunarsamn- ingnum var nokkuð takmarkaður út- flutningur af ferskum fiski til Bretlands, eins og áður er tekið fram. Samkvæmt samningi þessum er oss heimilað að flytja til Stóra-Bretlands árlega 354 000 cw, en af því mega ekki vera nema 250 000 cw. ferskur, ósaltaður fiskur, af- gangurinn á að vera óverkaður saltfisk- ur. Er þessi takmörkun miðuð við 90% af meðalútflutningi okkar til Stóra-Bret- lands 3 undanfarin ár. Innflutningsmagn það, sem við höfum leyfi til að flytja til Stóra-Bretlands, er því 10°/o minna en meðalútflutningur héðan hefur verið þangað. 1 enskt cw. er 50,8 kg., og er því það fiskmagn, sem við höfum leyfi til að flytja til Stóra-Bretlands árlega um 18 000 smá- lestir eða 12 700 smálestir af ferskum og 5 300 af söltuðum fiski. Hinn 21, ágúst hófst takmörkun þessi, og frá þeim tíma til áramóta var okkur gefin heimild til að flytja þangað 148 000 cw., án þess að nokkrar kvaðir væru við það bundnar, að því er saltfisk snerti. — Vér vorum þvi sjálfráðir um hvers- konar sjávarfisk vér flytjum inn, það sem eftir var ársins, svo framarlega sem vér færum ekki fram úr þessu magni. Þá var það jafnframt tekið fram, til þess að útflutningurinn yrði sem jafnastur, að á engum einum mánuði mætti flytja þang- að meira en 45 000 cw., eða 2 286 smá- lestir. — Það skal tekið fram, að verk- aður saltfiskur er undanþeginn lakmörk- un þessari, og er ótakmarkaður innflutn- ingur af honum til Bretlands, eins og áður var. Aftur á móti fellur fersk síld, gota og lifur undir takmörkun þessa. Þrátt fyrir takmörkun þessa helst sami tollur á innfluttum fiski til Bretlands eins og áður var kominn þar á, 10% af söluverðinu, en samkvæmt 2. gr., 3. lið, í umræddum samningi, átti að endur- greiða þennan toll, ef fiskurinn var verkaður í Stóra-Bretlandi og fluttur aftur út úr landinu. Samkvæmt þessum lið samningsins gaf brezka ríkisstjórnin út reglugerð 7. júlí, þar sem lagt er til grundvallar að 2 */a smálest af ferskum og 1 Va smá- lest af söltuðum fiski fari i eina smálest af þurkuðum saltfiski, og er tollurinn endurgreiddur við útflutning eftir þeim reglum. Án tillits til kaupverðsins, er tollendurgreiðsla þessi ákveðin 6 shill- ings og 8 pence fyrir smálest af ferskum fiski og 16 shillings og 8 pence af óverk- uðum saltfiski.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.