Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 22
16 ÆGIR Ár Skip Veiði samtals Verðmæti 1933 105 134088 2,6 milj. kr. 1932 167 190 267 1,7 - - 1931 207 237 709 3,8 - — Þar sem árangur af síldveiðum Norð- manna hér við land síðastliðið sumar var svona góður, þá getum vér búist við mikilli þátttöku frá þeim í síldveiðunum næsta ár, að öllum aðstæðum óbreyttum. Þá voru þorskveiðar Norðmanua miklu meiri hér við land á þessu ári en áður hefur verið, og veiddu þau skip samtals 6 908 smálestir af saltfiski og 327,1 smá- lest af lúðu, sem flutt var í ís til Noregs. Verðmæti þessa afla var: fyrir þorskinn 1 528 300 kr. og fyrir lúðuna 252 500 kr. — Árið áður nam verðmæli þessa afla: 409 000 kr. fyrir þorskinn og 240 335 kr. fyrir lúðuna. Auk Norðmanna stunduðu ýmsar aðrar þjóðir síldveiðar hér við land á árinu. — Höfðu Finnar sömu tvo leiðangrana, sem voru hér árið áður, auk þess bælt- ist sá þriðji við, en hann hafði að eins eilt skip, Eftir þvi, sem næst verður komist, þá hefur þátttaka útlendinga á síldveiðum 1933 verið þannig: Norömenn... 105 skip. Veiði samt. 134 088 tn. Finnar ..... 11 — — — 70 000 — Eistlendingar. 5 — — — 11 000 — Svíar........ ? — ,— — 9 000 — Danir ....... 1 — — — 1100 — 122 skip. Veiði samt. 225 188 tn. 1932 ...... 206 — — — 302 267 — Enn fremur var flutt út á árinu 564 smálestir af ferskri sild frá Austfjörðum. Sala sjávarafurða. Sala sjávarafurða gekk yfirleitt vel og greiðlega á árinu. Um sölu síldar og sildarafurða hefur verið talað nokkuð í kaflanum hér á undan, og því ekki á- stæða til að endurtaka það hér. í byrjun ársins var aftur á móti allt í óvissu með sölu á saltfiskinum, þvi að samtök þau, sem gerð voru um samsölu á árinu 1932 náðu ekki yfir nema þess árs framleiðslu. Þegar kom fram undir áramótin fór þvi að bera á þvi, að fyrir- framsala færi að byrja á nýju framleiðsl- unni og ör framboð fram að koma úr mörgum stöðum, en það hefði orsakað verðfall á gamla fiskinum, sem eftir var óseldur í landinu. Gaf því Rikisstjórnin út bráðabirgðalög eftir tillögum Sölu- sambandsins, þar sem bannaður er út- flutningur á söltuðum og verkuðum fiski, og tramleiðslu ársins 1933 til 1. april, nema með samþykki Sölusambandsins (lög nr. 96, 5. des.br. 1932). Einhverjar fyrirframsölur höfðu þó farið fram, og mun Samlagið hafa samþykkt þær flestar, ef að söluverð það, sem um var að ræða, var í samræmi við markaðsverðið, en það var í byrjun ársins 80 kr. pr. skpd. af Faxaflóa-fiski, en hækkaði svo dálitið eflir áramótin, og var komið í kr. 90 um miðjan febrúar, og mun það sem eftir var af fyrra árs framleiðslu hafa selst með þvi verði, en úr því fór verðið dálitið lækkandi, og síðast í maí var húsþurkaður fiskur seldur fyrir 77 kr., og fyrstu dagana í maímánuði var sól- þurkaður fiskur frá Faxaflóa seldur fyrir 80 kr. skpd. Fyrsti íarmurinn, sem fór frá landinu af sól-þurkuðum fiski var með s/s »Heklu« x þann 4. mai, um 10 000 pakkar. Annars gekk fiskþurkun mjög illa sunnanlands alll sumarið, og dró það því nokkuð úr útflutningi þaðan. Aftur á móti var góður þurkur Vestan- og Norðanlands. Lægst komst fiskverðið í júnímánuði niður í 72 krónur fyrir Vs-verkaðan sunnlenzkan fisk, en hækkaði svo þegar kom fram í ágústmánuð upp i 74 kr. og hélzt það verð það sem eftir var af árinu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.