Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 8
2
ÆGIR
RM. á hverja smálest af ferskum fiski og
150 RM. af frosnum sjávarfískum, að síld
undanskilinni, en þessi tollur getur í
ýmsum tilfellum orðið hærri en sölu-
verð aflans, svo að ef ekki fæst all-veru-
leg tilslökun á þessum erfiðleikum, má
búast við þvi, að fersk-fiskmarkaðurinn
í Þýzkalandi sé oss sama sem lokaður.
Hinn erfiðleikinn, sem bæzt hefur við
á árinu, er takmörkun sú, sem gerð var
með brezk-islenzka verzlunarsamningn-
um um innflutningsmagn það af fersk-
um fiski, sem við megum selja til Bret-
lands, og verður nánar vikið að þvi siðar.
Að vísu hefur takmörkun þessi ekki
orðið oss að verulegu tjóni á þessu ári,
þar sem vér notuðum ekki upp það inn-
flutningsmagn, sem vér höfðum leyfi til
að selja þangað, en sökum mjög tregs
afla við Island siðari hluta ársins, og
þar sem jafnframt var yfirleitt lágt verð
á ferskum fiski í Englandi var innflutn-
ingsmagn það, sem við höfðum þar yfir
að ráða, nægilegt í þetta sinn, en það
er auðséð, ef að útgerð vor á sér nokkra
framtið fyrir höndum og úiflutningur
verður að mestu látinn takmarkalaus,
að þá verður þetta innflutningsmagn,
sem fengist hefur, okkur ónógt.
Veðráttan var mjög hagstæð allt árið
viðast hvar á landinu, þó var sumarið
og vorið mjög þurkalítið sunnanlands
og gekk því fiskverkun þar mjög seint
og erfiðlega, enda varð að senda tölu-
vert burt af fiski til annara staða til
verkunar, auk þess sem nokkrir togarar
lögðu upp annarsstaðar nokkrar veiði-
ferðir, þegar sjáanlegt var að ekki var
hægt að komast yfir að verka það á
heimastöðvunum.
Árið byrjaði strax með góðum afla,
en það notaðist lítið í janúarmánuði,
því þá voru stöðugir stormar, þó fóru
nokkrir bátar af Akranesi á sjó 2. janúar
og fiskuðu vel, og svo var jafnan i öðr-
um veiðistöðvum við Faxaflóa, ef að á
annað borð var hægt að komast á sjó.
— Mikið af þessum fiski, sem fékkst í
janúar og framan af febrúar, var selt
íerskt í togara og önnur skip, sem fluttu
hann til Englands.
Þegar komið var fram í miðjan febrúar
og veðrátta fór að stillast var ágætisafli,
bæði við Faxaflóa og Isafjarðardjúp, og
hélzt stöðugt úr því alla vertíðina, eink-
um þó við Faxaflóa.
1 marz-byrjun var um tíma ágætis-
afli á Siglufirði, og fóru þá bátar frá
Dalvík og öðrum veiðistöðvum við Eyja-
fjörð þangað og stunduðu veiðar þaðan
meðan aflinn hélzt.
Atvinnuleysi var minna á þessu ári
en árið á undan, og yfir sumarið og
fram eftir hausti var ekki hægt að tala
um neitt verulegt atvinnuleysi nema eins
og jafnan hefur verið hér og mun verða
lengstum, að allt af verður nokkuð mik-
ill hluti þeirra manna, er starfa í bæjum
og fiskiplássum í sambandi við síldveið-
arnar á sumrin og fiskverkunina, at-
vinnulaus um tima að velrinum. —
Vegna hnattstöðu landsins ogsökum þess,
að aflinn er hér mjög ójafn, eftir árs-
tíðum, verður hér ávalt nokkuð atvinnu-
leysi suma tíma árs, og má segja, að
það sé orðið meðfætt böl á þessum at-
vinnuvegi, sem ekki getur lagast fyrr en
meiri iðnaður rís upp í sambandi við
fiskveiðarnar, sem getur jafnað atvinnu-
una meira og fært nokkurn hluta vinn-
unnar yfir á dauða tímann.
1 Reykjavik og á nokkrum öðrum
stöðum hefur verið haldið upp dýrtíðar-
vinnu fyrir þá verkamenn, sem verst
hafa verið stæðir, en þegar veðrátta hefur
verið jafn hagstæð eins og nú á þessu
hausti, þá er hér ekki um óarðberandi
vinnu að ræða, því að mikið af þessari