Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 35

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 35
ÆGIR 29 frá þessu umtalaða innflutningsleyfi okk- ar, svo að raunverulega er ekki ónotað nema 1469 smál. af innflutningsleyfinu. Mestur var útflutningurinn í desember- mánuði og vantaði þó 240 smálestir upp á að leyfi þess mánaðar væru notuð. Af 5 helstu fiskitegundunum skiptust hlutföllin þannig milli útflutningsmagns og verðmætis. Útflutningsmagn Verðmaeti Þorskur . 56% 42°/» Ýsa 15 — 21 — Ufsi 8 — 2 — Skarkoli . 8 — 16 — Lúöa .... 3 - 9 — Af þessu stutta yfirlití er það augljóst, að haldist samskonar úthlutun áfram á Englandi, og ef við verðum þess megn- ugir að nota hana til fulls, hvaða leið við þurfum að fara til þess að gera hluta okkar sem verðmætastan, en það er að leggja okkur meira eftir því, að veiða skarkola og lúðu. Norðmenn og Englendingar stunda lúðuveiðar með góðum árangri hér við land, en við erum að reyna með lögum að draga úr skarkolaveiðunum til þess að útiloka Dani frá þeim veiðum hér við land, í stað þess að taka upp sam- keppnina við þá eins og menn, en höf- um þó nóg af aðgerðalausum mönnum og bátum yfir haustið og sumarið til þess að stunda þessar vejðar. Landhelgisgæzlan. Hana önnuðust eins og undanfarandi ár varðskipin »Ægir« og »óðinn«, auk þess sem »Þór« hafði þessa gæzlu á hendi fyrir Suðurlandinu, jafnframt björgunar- og eftirlitsstarfinu þar á vertíðinni. Annars er varla hægt að tala nema um eitt skip við gæzluna, því að þessi skip hafa sjaldan verið við hana sam- timis; hafa þau að mestu skipst á um starfa þennan, og hefur þá hitt skipið legið í Reykjavík, nema þegar svo hefur staðið á, að þau hafi verið við björgun- arstörf, og er það þá einkum »Ægir«, sem við þau hefur fengist. Af Dana hálfu hafa sömu skipin »FyIIa« og »Hvidbjörnen« annast gæzluna eins og árið áður. Hafa þau sjaldan verið hér samlímis, enda hafa þau jafnframt annast landhelgisgæzluna við Grænland. Þá hafa jafnframt mótorbátar haft á hendi gæzlu á nokkrum stöðum eins og undanfarandi ár. Var annar þessara báta við gæzlu í Faxaflóa og fyrir Vestfjörð- um, en hinn hafði um tima landhelgis- gæzlu fyrir Austurlandinu. Talsvert hefur verið kvartað um yfir- gang togara á ýmsum stöðum á landinu, einkum þó Austanlands, enda er þessi gæzla okkur allsendis ónóg, þegar ekki er haldið úti nema öðru varðskipinu, og það auk þess notað jöfnum höndum í ýmiskonar ferðalög eða til björgunar- starfa, því að mjög hægt er fyrir veiði- skipin, sem nú hafa flest loftskeytatæki og standa jafnan í skeytasambandi hvort við annað, að fylgjast með hreyfingum og ferðalögum eins skips, en mjög illt eða næstum ógerningur að fylgjast með því, þegar tvö eða fleiri eru úti sam- timis. Alls hafa 6 skip verið tekin og sektuð á árinu fyrir ólöglegar veiðar, þar af 5 togarar og 1 síldveiðaskip, en auk þess er hér talið 1 skip, sem »Óðinn« tók 2. mai 1932, en sem fallið hafði niður af síðustu ársskýrslu minni. Af þeim skipum, sem tekin voru á árinu hefur »óðinn« tekið 2 en »Ægir« 4. Þá læt ég og fylgja ársskýrslunni við- bólarskrá yfir þær breytingar, sem gerðar hafa verið á árinu í Hæstarétti á sektar- upphæðum þeirra skipa, sem hafa áfrýj- að þangað, en áður hafa verið talin í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.