Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 14
8 ÆGIR bátur nokkurn afla á land í marzmánuði. Afli 208 smálestir (83). Um tíma var þar ágætis afli í net. Frá Keflavílc og Njarðvikum gengu 27 bátar, allir nema 2 yíir 12 smálestir, og er það iík bátatala og árið áður. Auk þess gengu þaðan 6 opnir bátar síðari hluta verlíðar. Afli varð þar samtals 3709 smálestir (3564). í Keflavík voru að tilhlutun Útvegs- bankans, sem nú er eigandi Keflavíkur, gerðar allmiklar umbætur. Voru byggð þar stór og vönduð aðgerðar- og sölt- unarhús, í stað gömlu og þröngu krónna, sem menn urðu að sætta sig við áður, hjá nokkrum hluta útgerðarinnar. Auk þess var byggður þar sjógeymir og sjór leiddur úr honum til fiskhúsanna og að- gerðarstöðvanna, á þvi svæði sem hann nær til. Er þetta hin mesta endurbót og hlýtur að hafa mjög bætandi áhrif á allan þrifnað og meðferð á fiski, en aðstaða þarna áður var hin hörmulegasta, meðan sækja þurfti sjó í stömpum eða tunnum fram á bryggjur, og var hann þá oft sparaður meira en góðu hófi gengdi, og setti það auðvitað sinn svip á fiskinn. Endurbætur þessar voru að nokkru leyti gerðar árið áður, eins og getið er um í fyrra ársyfirliti mínu, en þar sem þær komu fyrst til notkunar á þessu ári, enda var þeim ekki fyr lokið, þykir mér rétt að geta þess hér aftur. Frá Vatnsleysuströnd og Vogum gengu tveir stórir bátar eins og árið áður og nokkvir minni. í ofsa vestan-roki 12. febrúar rak annan stóra bátinn, »Mun- inn«, á land og brotnaði hann mikið og var frá veiðum mestalla vertíðina, og tók samvinnufélagið, sem bátinn átti, annan bát 10 smál. á leigu i stað hans, meðan á viðgerð stóð, og dró það því mikið úr sjósókn og afla, þar sem þessi bátur gat ekki sótt jafnt sjó eins og hinn mundi hafa gert. — Strand þetta bakaði útgerðarfélaginu því mikið tjón. Síðari hluta marz og aprílmánuð var ágætis afli í þorskanet þar, og var það mest stundað af smærri bátunum, og var því afkoma þeirra mjög góð. Fiskur þessi var mjög stór og feitur, 82—85 fiskar i skp., af verkuðum fiski. Afli 390 smálestir (393). Hajnarjjörður. Faðan voru gerðir út 10 togarar og 5 línugufuskip. Auk þess lagði Reykjavíkur-togarinn »Kópur« vertíðar- afla sinn þar á land, gufuskipið »Andey« og »ólafur Bjarnason« frá Akranesi, »Bjarki« frá Siglufirði og »Atli« úr Nes- kaupstað, sem var leigður af hafnfirskri skipshöfn. 3 mótorskip fögðu afla sinn upp í Hafnarfirði úr nokkrum veiðiferð- um. Togara-aflinn nam 8006 smálestir (4413), en afli línuskipanna 2114 smál. (1307). Reykjavík. 1 vertíðarbyrjun voru 24 togarar skrásettir í Reykjavík. »Skúli fógeti« fórst 10. apríl, en »Kópur« lagði afla sinn á land i Hafnarfirði, svo þeir urðu ekki nema 22 togararnir, sem gengu þaðan alla vertiðina. Togarinn »Hafstein« frá Flateyri lagði megnið af vertíðar- aflanum á land í Reykjavík. 7 línuveiða- gufuskip, sem heima eiga í Reykjavik, gengu þaðan alla vertíðina, en auk þeirra lögðu nokkur utanbæjar línugufuskip og fjöldi mótorskipa meira og minna af vertíðarafla sinum þar á land. Fiskkaup af erlendum skipum voru með minnsta móti, 190 smálestir. Togara-aflinn nam 13798 smál. (10298), auk 745 smál., sem Reykjavíkur*togarar lögðu upp á Akur- eyri og Bíldudal. Afli annara skipa, að meðtöldum aðkeyptum fiski, nam 5011 smál. (2421). Akranes. Þaðan gekk á vertíðinni 1 línuveiða-gufuskip og 21 bátur stærri en 12 lestir, og er það 3 bátum fleiri en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.