Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 18
12 ÆGIR fyrir þá, en af ísaðri sild voru fluttar út þaðan á árinu 564 smálestir. Samvinnufélag til útgerðar hefur nú verið stofnað á Eskifirði, og hefur það fengið ábyrgð ríkissjóðs fyrir láni til skipakaupa og útgerðar. Félag þetta, sem heitir samvinnufélagið Kakali, hefur nú látið smiða 4 báta, og eru 3 af þeim um 19 rúmlestir hver, smíðaðir í Danmörku, en einn, 50—60 smálestir, er smiðaður í Noregi. Bátar þessir komu til Eskifjarðar um áramótin. Samtals var saltað af fiski í Austfirðinga- fjórðungi 4712 smál., en árið áður 4121. Síldveiðin. Síldveiðin gekk mjög vel á árinu, og varð útkoman af þeim veiðum frekar góð, þó varð veiðin mjög endaslepp, því að sildin hvarf mjög snögglega um miðjan ágúst. Eins og annarsstaðar er hér getið, þá var síldin inni á Austfjörðum allt árið, þó að lítið bæri á henni, að öðru hvoru. Sömuleiðis varð allt af öðru hvoru vart við sild á Eyjafirði, og upp að Suður- landinu kom hún mjög snemma. Því fyrstu dagana í maímánuði fór síld að veiðast við Faxaflóa, og síðar í mánuð- inum var mikið um smásíld við ísa- fjarðardjúp. Áhugi var mikill fyrir síldveiðum strax í byrjun, og undirbúningur töluverður, einkum beindust þó hugir manna mjög til sölu í Þýzkalandi og Ameriku, því salan til Svíþjóðar hafði gengið erfið- lega árið áður, borið saman við þær til- raunir, sem þá voru gerðar um »matjes«- verkun. f*á hafði Rikissjóður einnig keypt bræðslu-verksmiðju dr. Pauls á Siglu- firði, sem árið áður hafði ekki verið starfrækt, og gerðu menn sér því miklar vonir um meiri og greiðari sölu á bræðslu- síld en verið hafði, en rétt í því að skipin eru að búast af stað til sildveiðanna, þá gera verkamenn við Rílds-bræðsluna verk- fall, og stóð það fram til 10. júlí, að samningar komust á. Er það mjög bagalegt fyrir síldar- útveginn, ef ekki er hægt að komast hjá þessum árlegu verkföllum við Ríkis- bræðsluna. 1 þetta skipti varð að þessu mikið tap fyrir bátana, sem stunduðu veiðar fyrir bræðslu-stöðvarnar, því sild var komin mikið fyrr, enda var bræðsla Steindórs Hjaltalíns búin að taka á móti um 6000 málum þann 7. júli, og var það um ]/io af þvi, sem hún tók á móti allt sumarið. Pegar þessu verkfalli var lokið hófst verkfall á Hesteyri við síldarbræðslu h/f Kveldúlfs, og stóð það fram til 14. júlí, og lögðu skip þeirra upp á Önundar- firði þann tíma, því að h/f Kveldúlfur höfðu þá bræðslustöð á leigu, eins og árið áður. Söltun byrjaði ekki fyrr en 15. júlí, en norsku skipin bj'rjuðu veiðar miklu fyrr, þvi þau fóru að leggja af stað að heiman um mánaðamótin júní og júlí, og hafa því mörg, að öllum lík- indum, verið búin að fá töluvert í salt, þegar hér var almennt byrjað að salta. Það má telja til nýunga á sviði síld- veiðanna, að nokkrar sildverkunarstöðv- ar fengu vana síldverkunarmenn frá Skotlandi til þess að hafa umsjón með þeirri síld, sem verkuð var til Þýzka- lands og Ameriku, og til þess að kenna lslendingum þessa verkun, en meðferð og verkun á sild höfðum við upphaflega lært af Norðmönnum, og var síldar- verkun okkar jafnan í miklu ólagi. Það er að vísu ekki hægt að segja að þessi kennsla Skotanna gerði neina stóra byltingu á sviði síldarverkunarinnar, en ýmsum endurbótum komu þeir þó á hér,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.