Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 15
ÆGIR
9
árið áður. ÍJtgerð eykst stöðugt á Akra-
nesi nú síðari árin, og endurbætur hafa
verið gerðar þar mjög miklar, bæði í
fiskhúsum og öðrum þeim mannvirkjum
er standa í sambandi við fiskveiðarnar.
Haldið var áfram á þessu ári með
byggingu bryggju þeirrar og hafnargarðs,
sem þar hefur verið unnið að undan-
farandi, og er hann nú kominn að mikl-
um notum.
Afli var þar nokkuð tregari en undan-
farandi ár, þegar tillit er tekið til báta-
fjölda, eða samtals 2668 smál. (2899).
Frá Stapa og Búðum var haldið út
um tíma nokkrum bátum, mest þó að-
komubátum. Afli varð þar 133 smál.
Hjallasandur. Þaðan gengu 20 bátar,
og er það lík bátatala og undanfarandi ár.
Afli var þar ágætur, eða 477 smál. (316).
Frá Ólafsvík gengu 10 opnir vélbátar,
og er það mun fleiri en árið áður. Afli
245 smál. (197).
Frá Stykkisliólmi gekk eins og árið
áður 1 línu-gufuskip og 2 vélbátar yfir
12 hesta, og nokkrir opnir vélbátar, auk
þess er jafnan talið með afla Stykkis-
hólms fiskur frá Grundarfirði og öðrum
smærri verstöðum þar í kring. Afli var
þar tregari en árið áður, eða 362 smál.
(417).
Nokkrir bátar stunduðu dragnóta-
veiðar frá Faxaflóa yfir sumarið, einkum
þó smærri bátar; sömuleiðis stunduðu
nokkrir bátar frá Ólafsvík þessa veiði
um haustið, og var nokkuð af aflanum
keypt af togurum, sem fluttu hann i ís
til Englands, en sumt var keypt af
Svenska Ishúsinu í Reykjavik og flutt
þangað til frystingar.
Síldveiði var töluverð í Faxaflóa siðari
hluta sumarsins, og stunduðu nokkrir
bátar þá veiði; var öll sú sild lögð í
frystihúsin, eins og sjá má á meðfylgj-
andi skýrslu um beitu-framleiðsluna.
Vestfirðingafjórðungur.
Eins og sunnanlands, þá var óhagstæð
tíð á Vesturlandi í janúarmánuði, og dró
það því töluvert úr sjósókn, en afli var
þar samt nokkur, þegar á sjó gaf. —
Var mest af þeim afla flutt út ferskt i is,
svo að ekki ber á því í aflaskýrslunum,
eins og þær eru hér færðar, i töflu I.
Þegar kom fram í febrúarbyrjun stilti
nokkuð til með veðráttu, en þá rak hafis
upp að Vesturlandinu, og var þar á reki
á grunnmiðum nokkra daga. Olli þetta
töluverðu tjóni á veiðarfærum fyrir þá
báta, sem ekki fóru suðurfyrir isinn. —
Slðari hluta febrúarmánaðar, eftir að
ísinn var farinn fyrir nokkru, kom mikil
fiskiganga upp að Vesturlandinu, og var
úr því að heita mátti ágætis-afli, eins
og sést á meðfylgjandi afla-skýrslu. —
Þess skal þó getið, að skipum hefur
fjölgað þar nokkuð, einkum þó linuveiða-
gufuskipum, sem fluzt hafa bæði til
Dýrafjarðar og Arnarfjarðar nú á seinni
árum. Auk þess bættist einn togari við
á Patreksfirði, svo að þessi viðbót við
flotann vegur fyllilega upp á móti afla-
aukningunni. Vetrar-aflinn mátti þó yfir-
leitt heita mjög góður og á mörgum
stöðum ágætur. Aftur á móti var vor-
vertíðin frekar léleg á mörgum stöðum.
Stærri bátarnir og línuveiða-gufuskipin
sóttu þó veiði sína suður undir Snæ-
fellsnes og öfluðu all-vel.
Sumarveiðin fyrir Vestfjörðum var
frekar léleg, enda er sú veiði ekki mikið
stunduð nú orðið, nema sem íhlaup á
smá-bátum á nokkrum stöðum, og þá
oft jafnframt af mönnum, sem stunda
einhverja aðra atvinnu, t. d. búskap jöfn-
um höndum. — Stærri bátarnir stunda
flest-allir síldveiðar yfir þann tima, sem
síldveiðarnar standa yfir, og fjöldi ann-
ara manna fylgir þeim eftir, eða starfa
við síldarbræðslurnar, en þær voru tvær