Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 17
ÆGIR 11 Austfirðingafjórðungur. Fyrstu mánuði ársins er vanalega lítið að segja um fiskiveiðar þar, enda voru stöðugar ógæftir tvo fyrstu mánuði árs- ins, svo lítið gaf að sækja á haf út. Fiskur var þó töluverður í fjörðum inni og var nokkuð fiskað, einkum þó á Norðfirði, með flotlóðum, en þá veiði- aðferð hafa Austfirðingar nokkuð stundað á seinni árum. Síðari hluta febrúar og í marzbyrjun, fóru bátarnir frá norðurfjörðunum að færa sig til Hornafjarðar, eins og vant er, og gengu þaðan á vertiðinni 23 bátar, en af þeim áttu aðeins 3 heima þar í verslöðinni, sömuleiðis gengu nokkrir aðkomubátar frá Djúpavogi yfir vertíðina. Út af Eystra-Horni og Hornafirði var mjög góður afli allan febrúar og marz- mánuð, en notaðist illa sökum gæfta- leysis. — Síli kom mjög litið á Horna- fjörð, en það hefur jafnan verið talið undirstaða undir útgerðinni þar; hefur það þá verið veitt eftir hendinni til beitu. Aftur á móti var ávalt næg sfld á hinum norðari fjörðum og fengu bátarnir þaðan sild til beitu eftir þörfum, en samgöngur eru mjög slæmar við Hornafjörð, eða milli hans og annara staða á Austfjörð- um, og af þeim ástæðum gekk mönnum illa að ná í nægilega beitu eftir hendinni. Annars er samgönguleysi eitt af mestu vandræðamálum Austfirðinga, ekki einu sinni að því er snertir strjálar og vondar samgöngur fjarða á milli, heldur einnig við aðra landsfjórðunga og við útlönd. Hornafjarðarveiðin hélzt fram undir 20. maí, en þá fóru bátarnir að halda heim, enda var þá kominn allgóður afli á hinum norðlægari fjörðum, og aflaðist þar vel síðari hluta maimánaðar. — Annars var þorskveiði frekar léleg yfirleitt allt árið fyrir Austurlandi, þegar Horna- fjarðarveiðin er frá talin, og þó að heildaraflinn sé dálítið meiri en árið áður, þá vegur það ekki upp á móti því, hve bátarnir, sem veiðina stunduðu, voru miklu fleiri nú en þá, þvi margir bátar frá Vestmannaeyjum og Suðurlandi fóru um sumarið þangað austur til þess að stunda þaðan róðra yfir þann tíma, og auk þess voru miklu fleiri skipshafnir frá Færeyjum, sem komu þangað nú, en verið hefur hin síðari ár. Síld hefur verið, að heita má, inni á Austfjörðunum allt árið, þó minni not hafi orðið af því en búast nfátti við. Fyrri hluta ársins var dálítið flutt af síld þaðan í ís til Englands, og líkaði sú síld mjög vel, en bæði vegna erfiðra samgangna og skorti á samtökum, varð lítið úr þessum síldaiflutningum, enda vilja Austfirðingar sjálfir lítið á sig leggja, til þess að ryðja sér inn á útlenda markaði og koma þessari framleiðslu sinni á framfæri, en vonast eftir að aðrir komi, sem létti af þeim þeirri ábyrgð og fyrirhöfn. Þetta tókst að nokkru leyti síðustu mánuði ársins, því þá héldu þýzk síld- kaupafirmu uppi nokkrum samgöngum milli Austfjarða og þýzkalands og keyptu síldina þar ferska. Voru togarar, islenzkir og útlendir, mest notaðir til þessara flutninga. Síldarsala þessi hefur hjálpað útgerðinni á Austfjörðum, þó minna yrði úr þessari sölu, en við var búist. Töluvert var flutt út af ferskum fiski i is yfir haustmánuðina, voru það eink- um íslenzkir togarar, sem önnuðust þessa flutninga og keyptu þeir fiskinn þar á staðnum. Sömuleiðis sendi danskt firma flutningaskipið »Stauning« þangað til fiskkaupa, en ekki fór það skip þangað nema eina ferð. Eru það samtals um 330 smál., sem Austfirðingar hafa getað selt af ferskum fiski á þennan hátt, og er það auðvitað all-mikil hjálp

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.