Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 42
36
ÆGIR
Auglýsing
um neyðarmerki skipa í sjávarháska.
Samkvæmt lögum nr. 56, 23. júní 1932,
eru hér með settar eítirfarandi reglur:
1. gr. Þegar skip er í háska og æskir
hjálpar frá öðrum skipum eða úr landi,
skal það viðhafa eða sýna eftirfarandi
merki, annaðhvort öll í einu eða hvert
út af fyrir sig.
Á daginn:
1. Fallbyssuskot eða önnur hvell-merki
með hér um bil einnar mínútu millibili.
2. Neyðarmerki það, sem táknað er í
hinum alþjóðlegu merkjareglum.
3. Fjarlægðarmerki, sem er ferhyrndur
fáni og kúla eða eitthvað. sem líkist
kúlu, fyrir ofan eða neðan fánann.
4. Notkun þokubendingartækis í sífellu.
5. Alþjóða neyðarmerki, með firðriti eða
firðtali, eða hverskonar annari aðferð
til að gefa fjarlægðarmerki.
Á nóttn:
1. Fallbyssuskot eða önnur hvell-merki,
með hér um bil einnar minútu millibili.
2. Bál á skipinu (t. d. frá brennandi
tjörutunnu, oliutunnu o. s. frv.).
3. Eldflugur eða sprengikúlur, sem skotið
er með stuttu millibili, einni og einni
i einu, og strá út neistum með hvers-
konar lit og hætti sem er.
4. Notkun þokubendingartækis í sífellu.
5. Alþjóða neyðarmerki, með firðriti eða
firðtali hverskonar annari aðferð til
að gefa fjarlægðarmerki.
Hin áður nefndu firðritunar eða firð-
tals neyðarmerki skulu byrjuð með
alþjóða-firðritunar kallmerkinu, verði því
við komið.
2. gr. Bannað er að nota áðurgreind
merki samkvæmt 1. gr. nema í þeim
tilgangi, að tilkynna að skip sé í háska
statt, enn fremur er bannað að viðhafa
önnur merki, sem hægt er að blanda saman
við nokkur af áðurnefndum merkjum.
Þau firðritunar- og firðtals-neyðar-
merki, ásamt firðritunar-kallmerki því
sem nefnd eru í 1. gr., má að eins nota
á skipum, sem eru í alvarlegri og yfir-
vofandi hættu og þarfnast bráðrar hjálpar.
Allt af þegar annars þarf hjálpar við,
eða ef skip vill gera vart við, að að því
geti rekið, að nauðsynlegt verði síðar að
gefa köllunar- eða neyðarmerki, skal
nota alþjóða-skipreikamerki það, sem
um er getið í 6. gr. hér á eftir.
3. gr. Sendihraði tilkynninga i firðriti
um neyð, skipreika eða öryggi, má ekki
fara fram úr 16 orðum á mínútu.
4. gr. Alþjóða-neyðarmerkið eftir al-
þjóða-merkjakerfinu er gefið með merki-
veifunum N. C.
Alþjóða-neyðarmerki sent með firð-
ritun er . . . — — — ...
Alþjóða-neyðarmerki sent með firðtal
er orðið „KAI D AY“.
5. gr. Alþjóða-firðritunar-kallmerkið er
röð af 12 strikum, sem send eru á einni
minútu, og varir hvert strik 4 sek., en
bilið milli hverra tveggja strika í eina sek.
Þetta sérstaka kallmerki er að eins til
að gera vart við sig þar, sem áhöld eru
sem taka móti slíkum merkjum, og skal
merkið eingöngu notað í þeim tilgangi
að tilkynna, að neyðarmerki komi á eftir.
6. gr. Alþjóða-firðritunar-skipreika-
merkið eru stafirnir XXX sent með
Morse-merkjum, þannig að bókstafirnir
séu greinilega aðgreindir.
7. gr. Auglýsing þessi öðlast gildi þegar
í stað.
Atvinnu- og saragöngumálaráðuneytið 3. júlí 1933.
Magnús Guðmundsson.
Vigfús Einarsson.
Ritsíjóri: Sveinbjörn Egilson.
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.