Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 11
ÆGIR
5
Samkvæmt þessum samningi var þó
nokkuð takmörkuð sala vor á ferskum
og söltuðum fiski, en hún var áður eng-
um takmörkum háð. Á þessu ári hefur
þó takmörkun þessi ekki orðið oss til
mikils tjóns, þar sem fiskitregða hér við
land, og auk þess yfirleitt mjög lágt verð
í Englandi, dró mjög úr ísfiskveiðunum
hjá oss, sem voru því minna stundaðar
en annars hefði verið.
Pá er heldur ekki í þeim samningi
neitt ráð gert fyrir útflutningi héðan af
ísaðri síld, sem hefði þó komið Aust-
firðingum, að minnsta kosti, vel, ef
áframhald verður á síldveiði þar að
vetrinum, en sú síldarstærð, sem þar
hefur fengist, er einmitt mjög heppileg
fyrir enskan markað.
Suðurland.
Eins og vanalega byrjaði vertiðin strax
upp úr áramótunum, og þá sjaldan að
gaf á sjó virtist vera töluvert um fisk,
en veðráttan var mjög umhleypingasöm
og stirð allan janúarmánuð. Lítið af
þeim fiski sem aflaðist á línuveiðara og
smærri skip við Faxaflóa var saltað, því
áhugi var mikill fyrir útflutningi á fersk-
um fiski, enda var verð mjög hátt á
slíkum fiski í Englandi; var mikið af
fiski þessum fluttur út i ís, en nokkuð
tóku togarar þeir, sem ísfiskveiðar stund-
uðu, eða sem voru beint gerðir út til
þessara fiskflutninga.
Áhugi var mikill í útgerðarmönnum
og lögðu þeir mjög vongóðir af stað, þvi
fiskverð hafði farið hækkandi síðustu
mánuði ársins 1932, og hélt sú hækkun
áfram fyrstu mánuði ársins 1933. Þátt-
taka var þvi mjög mikil í útgerðinni, og
voru öll skip gerð út, sem til þess voru
hæf, en eins og kunnugt er halði skipa-
stóllinn gengið nokkuð úr sér á seinni
árum, þar sem varla nokkurt nýtt skip
kom í stað þeirra er stranda eða ganga
úr sér á annan hátt.
Árið byrjaði einnig með verkfalli járn-
smiða í Reykjavík; lauk þvi ekki fyr
en 29. janúar. Af þeim ástæðum komst
ekki mikilt hluti línuveiðara eða annara
skipa, sem gengu frá Reykjavík, eða voru
þar til viðgerðar, út á veiðar fyr en eftir
þann tíma.
Flestir togararnir stunduðu þó ísfisk-
veiðar allan janúarmánuð og var Max
Pemberton fyrsti togarinn, sem fór á salt-
fiskveiðar og lagði út á þær veiðar 3.
febrúar.
Fiskur sá sem veiddist sunnanlands á
vertíðinni var yfirleitt mjög stór, enda bar
mest á 9 og 11 ára gömlum fiski í afl-
anum og enginn nýr árgangur bættist
við sem nokkuð verulega bar á, en þetta
eru sömu árgangar og mest bar á árið
áður (árg. 1922 og 1924).
Fiskurinn var ekki sérlega feitur, að
minnsta kosti ekki það, sem á lóðirnar
veiddist, og eftir þeim rannsóknum sem
Fiskifélagið lét gera, fengust í Vestmanna-
eyjum framan af vertiðinni 25 lítrar af
lifur úr 600 kg. af fiski upp úr sjónum.
1 Sandgerði fengust um 30 lítrar úr 600
kg. í febrúar og marz en var komið
niður í 25 lítra 1. apríl en fór úr því
hraðlækkandi og var komið niður i 19
lítra 1. maí. Á Akranesi var útkoman
lík framan af vertíðinni, en síðara hluta
vertiðarinnar var fiskur þar lifrarmeiri,
en í hinum verstöðvunum.
Þegar kom fram í febrúar skipti mjög
um veðráttu, og var hún eftir það mjög
hagstæð alla vertíðina, og fór það saman
við alveg óvenjulega mikinn afla í flest-
um veiðistöðvum.
Frá Vestmannaeyjum gengu á vertið-
inni 104 bátar þegar flest var, og mun
það vera hærri bátatala en áður hefur
gengið þaðan. Af þessum bátum voru 61