Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 20
14 ÆGIR Tafla II. Síldveiðin 1933. Saltað Matjes Krydd- Sykur- Sérverk- Bræðslusíld tn. tn. síld tn. sild tn. un tn. hektólítrar Vestíirðir 4 692 2 605 )) )) 1080 182 799 Siglufjörður 57 970 67 203 19 666 3 234 11728 374 409 Eyjafjörður og Raufarhöfn 9158 39 920 1500 )) 290 194 989 Austfirðir )) J> )) )) )) » Saratals 1933 71 820 109 728 21 166 3 234 13 098 752197 Samtals 1932 131 542 )) )) )) 115511 525 752 Samtals 1931 101 557 )) )) )) 110 406 566 976 Aths.: Árin 1931 og ’32 er öll síld nema venjuleg saltsíld talin undir sérverkun. fyrir endann á því er ekki hægt að sjá, þar sem töluvert mun vera óselt enn þá, bæði í Póllandi og Þýzkalandi, en mikið af »matjes«-sildinni er selt i umboðssölu með einhverri fyrirfram- greiðslu. Aftur á móti bækkaði verðið á saltsíldinni all-verulega í Svíþjóð seinni hluta sumarsins, eftir að sildveiðin hætti, en það kom aðallega Norðmönnum þeim, er fiskuðu hér við land, að notum, því að mest-öll þeirra sild var verkuð fyrir sænskan markað. Aftur á móti höfðum vjer verkað fyrir þann markað, miklu minna en undanfarandi ár, eins og sjá má á töflu II. Það, sem selt hafði verið fyrirfram af saltsíld til Sviþjóðar, mun mest hafa verið selt fyrir 10—11 kr. innihald hverrar tunnu, en kaupandi lagði til tunnu og salt, að frádregnnm verkunarkostn- aði og útflutningsgjaldi; samsvarar þetta 5—6 kr. fyrir tunnuna. — Þegar kom fram í miðjan ágúst og veiðiu brást svona snögglega, hækkaði verðið mjög í Svíþjóð og fór um tíma upp í 25—30 kr. pr. tunna f. o. b., en mjög lítið var til í eigu íslendinga þá af þannig verkaðri sild, og kom því þessi hækkun þeim ekki að verulegum notum. Seinna um haustið lækkaði þetta verð svo aftur. í byrjun síldveiðanna var samið um töluvert af »maljes«-verkaðri síld til Þýzkalands og Póllands á nokkurs konar umboðssölugrundvelli, og voru borgaðar 20 kr. út á hverja tunnu, en uppbót átti seljandi að fá eftir því sem meira feng- ist fyrir síldina. Þetta verð lækkaði svo seinna. Kvartanir komu frá mörgum af þessum sölufirmum yfir skemmdum á síldinni og ekki réttri eða heppilegri verkun fyrir þessa markaði, og treglega hefur gengið að fá sölureikninga frá mörgum þessum firmum. Er enginn efi á, að eitthvað er bogið við þetta sölu- fyrirkomulag, því að skýrslur konsúl- anna i umræddum löndum og umsagnir umboðsmanna eru í mjög miklu ósam- ræmi, t. d. í Danzig hafa skýrslur kon- súlsins jafnan hljóðað um góða eftir- spurn og óbreytt verð á islenzku sild- inni, 9,50 gulldollara fyrir 2 hálftunnur, en annað hefur hljóðið verið i umboðs- mönnunum. Fyrirkomulaginu hjá okkur um sölu sildarinnar er mjög áfátt, og væri nauð- synlegt að síldareigendur gætu samlagað

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.