Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 32
26
ÆGIR
fróðlegu og greinilega skýrslum hans um
fiskverzlun vora í Suðurlöndum hefur
verið fylgt út um allt land með hinni
mestu athygli, og er það þó ekki vana-
legt hjá okkur þegar um skýrslugerð er
að ræða.
Þess mundi því verða mikið saknað
af fiskframleiðendum um allt land, ef
að hr. Helgi Briem hætti að gefa þessar
skýrslur, eða ef hætt væri að birta þær.
Þess skal hér getið, að nokkurt lag er
nú komið á skýrslusöfnun í Færeyjum,
en hingað til hefur oss verið til mikils
baga, að fá ekki afla- og útflutnings-
skýrslur þaðan. Að vísu koma þessar
skýrslur nokkuð seint, þar sem þær eru
ekki símsendar, en þrátt fyrir það koma
þær oss að miklum notum.
Ársafli Færeyinga hefur verið nokkru
minni á þessu ári, en fjögur undanfar-
andi ár, eða:
1933 .... 24392 smál.
1032 .... 28000 —
1931 .... 30500 -
1930 .... 31800 —
Er hér öll árin miðað við fullsaltaðan
fisk.
Birgðir í neyzlulöndunum eru heldur
ekki meiri en í fyrra.
Á okkar aðalviðskiftamörkuðum eru
birgðirnar:
Bilbao *lln 1933 1650 smál. »'/n 1932 1800 smál.
Barcelona — 3000 - — 3200 —
Oporto — 850 — — 2244 -
Lissabon — 750 — - 177 —
Samtals 6250 smál. 7421 smál.
Auk þess má gera ráð fyrir að ca.
5000 smálestir af fiski héðan hafi verið
á leiðinni til markaðslandanna á áramót-
um, og koma því hvergi fram f birgðum,
en það er sist meira en síðastliðið ár,
því þá var gert ráð fyrir, að þá væru 7000
smál. af fiski héðan á leið til neyzlu-
landanna.
Á Italíu er ókunnugt um birgðir.
Frá Canada og Newfoundlandi hefir
heldur ekki náðst í birgðaskýrslur, en
líklegt, að birgðir séu þar ekki heldur
mikið meiri en i fyrra, eftir útflutningi
þeirra að dæma.
Umbætur.
Á sviði fiskveiðanna eða mannvirkja
er standa í sambandi við þær, hafa um-
bætur verið töluverðar á árinu.
Yms einkafyrirtæki eða einstakir menn
hafa á árinu gert töluvert til endurbóta
atvinnuvegi sínum, t. d. í Sandgerði var
komið upp nýju frystihúsi, bryggjur lag-
færðar og lengdar o. s. frv. Undir eftir-
liti og með styrk af opinberu fé, var
unnið að þeím mannvirkjum.
í Þorkötlustaðahverfi í Grindavik var
byggður varnargarður, sem jafnframt er
bryggja fyrir bátana að liggja við.
Á Akranesi var unnið og bætt við
hafnargarðinn, en verkinu er ekki enn
þá full-lokið.
Á Arnarstapa voru gerðar allverulegar
lendingabætur.
1 Hnifsdal var haldið áfram við bryggju-
byggingu þá, sem unnið hefur verið að
undanfarandi ár.
Á Sauðanesi við Siglufjörð var reistur
viti og þokulúðurstöð, en ekki var verk-
inu lokið á árinu, þó var vitinn tekinn
til notkunar, en þokulúðurstöðin var
ekki fullgerð.
Á Húsavik var byrjað á byggingu
hafnarbryggjunnar.
Á Eyrarbakka var byrjað á byggingu
sandvarnargarðs til þess að stöðva það,
að höfnin fylltist af sandi úr framburði
Ölvesár, eins og borið hefur á, nokkur
undanfarandi ár, og var ekki annað sjá-
anlegt, en að höfnin myndi alveg fyllast
upp af sandburði þessum. Verkinu er
ekki lokið.