Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 19
ÆGIR
13
sem ekki mun leggjast niður aftur, og
allir, sem við sildarverkun fást, leggja
sig nú miklu meira eftir því, en áður
var, að framleiða góða vöru. Það er
óhætt að segja, að sildarverkunin hefur
batnað að mun síðan síldarmatið var
lagt niður, enda verður nú hver maður
eða hver verkunarstöð að taka afleiðing-
um gerða sinna. í*ar sem lögboðið mat
er á vöru hafa menn ávalt mikla til •
hneigingu til þess, að koma ábyrgðinni
af sér yfir á matsmanninn.
t*að eru því óskíljanlegar þær raddir,
sem ávalt eru að koma fram um það,
að endurreisa síldarmatið aftur, því eftir
ófullnægjandi eða ófullkomnu mati,
verður aldrei hægt að selja neina vöru
f. o. b. til lengdar, og sizt af öllu jafn-
viðkvæma vöru og síldin er, sem heldur
áfram að breytast eftir að hún er komin
í tunnurnar, og jafnvel löngu eftir það.
Aftur á móti var á þessu ári gefin út
nákvæm reglugerð um merkingu á síld,
í líku sniði og saltfiskur er nú merktur,
þar sem á hverri tunnu er hægt að sjá
frá hvaða stað og frá hvaða manni tunnan
er, og er ætlast til, að með því móti verði
hver maður ábyrgur fyrir sinni fram-
leiðslu. Sé ekki hægt að fá vöruvöndun
á þann hátt, er varla hægt að knýja
hana fram með mati.
1 5. tbl. »Ægis« f. á. skrifaði ég grein
með fyrirsögninni: »Yfirbyggð síldverk-
unarstöð«. Er þar lýst hugmynd Svein-
björns Jónssonar, byggingarmeistara á
Akureyri, um að geyma síldina niðri í
vatni eða sjó heitustu mánuði sumarsins,
þvi að þá er létt-verkaðri síld hætt við
skemmdum, en »matjes«-verkunin til
Þýzkalands liggur meðal annars í því,
að síldin sé mjög litið söltuð, enda er
sú síld geymd í kælihúsum, þegar hún
kemur þangað.
Þrátt fyrir það, þó að vanalega sé ekki
heitt á Islandi, þá geta samt á sumrin
komið svo heitir dagar, að jafn viðkvæm
vara og ný-söltuð síld er, skemmist af
þeim ástæðum, að minnsta kosti er heit-
ara á íslandi á sumrin en í Þýzkalandi
á veturnar. Það er því augljóst, að ef
síldin þolir að liggja hér úti og á móti
sól á sumrin, þá ætti að vera hægt að
komast hjá dýrri kælihúsleigu niðri í
Þýzkalandi yfir veturinn.
Auk þess hefur það ekki heppileg áhrif
á sölu neinnar vöru og sízt af öllu,
þegar um umboðssölu er að ræða, að
yfirfylla suma tíma árs »lagera« neyzlu-
landsins, því að því fylgir vanalega
verðfall.
Hugmynd Sveinbjörns og ýmsra ann-
ara var því sú, að útbúa á þennan hátt
ódýra kæla, og að geyma sildina hér
heima þangað til hún væri send, eftir
því sem þörf væri, til neyzlu-Iandsins.
Siðastliðið sumar voru gerðar tilraunir
í þessa átt á Akureyri, og hefur mér nú
borist vottorð frá Stefáni Jónassyni, út-
gerðarmanni, sem um mörg ár hefur
fengist við síldar-útgerð og sildar-verkun.
í því vottorði segir hann um síldina,
eftir að hún hafði legið sex vikur í
vatninu:
»Að þeim tíma liðnum voru tunnurn-
ar teknar upp og opnaðar, og reyndist
pækillinn í þeim að vera alveg eins
sterkur og þegar þær voru látnar í geymsl-
una, síldin ágæt og tunnurnar sjálfar
fallegar útlits.
»Væri það vel þess vert, að athugað
væri frekar, hvort að ekki er hér fengin
ódýr lausn á þessu atriði, því víða hagar
svo til, að hægt er að ná í rennandi vatn
kostnaðarlítið, en byggingarkostnaður
þrónna viðráðanlegur«.
Verðið á síldinni ferskri var líkt og
árið á undan, og afkoma þeirra er sölt-
uðu mun sömuleiðis vera viðunandi, en