Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 16
10 ÆGIR starfræktar þar á þessu ári eins og árið áður. Haust-afli var nokkur um tima, eink- um á djúpmiðum, en óstillt veðrátta hamlaði þeim veiðum. Fjarðaveiðin var mjög léleg og var það því merkilegra, þar sem smokkveiði var mikil á flestum fjörðunum og stóð fram eftir hausti, en vanalega fylgir hon- um fiskigengd. Mest af haust-aflanum var flutt út ísað, og voru það togarar aðallega frá Faxa- flóa, sem önnuðust þá flutninga, eða keyptu fiskinn af bátunum. Norðlendingafjórðungur. Fyrri hluti vetrar allt fram í marz- mánuð var frekar óstilltur og því lítið um sjóferðir. Annars er vanalega að eins átt við Siglufjörð, þegar talað er um vetrarveiði fyrir Norðurlandi, að minnsta kosti að því er bátafisk áhrærir. Pví þó að jafnan sé nokkur afli fyrir smá- báta inni á Eyjafirði að vetrinum, og svo var einnig siðasta vetur, þá fer afli þessi aðallega til matar innan héraðs. Síldar varð vart á Akureyrar-polli allan veturinn og nægði það til beitu, en ann- ars var talið minna um síld þar en oft áður. Nokkrir bátar fóru frá Akureyri og öðrum veiðistöðvum við fjörðinn til Siglufjarðar rélt eftir áramótin og stund- uðu veiði þaðan, en sökum óhagstæðrar veðráttu notaðist lítið að þeim róðrum, og voru sumir þessir bátar farnir heim til sín aftur, þegar kom fram í marz, en þá gerði góða veðráttu um tíma, og var þá frekar góður afli. Bátarnir frá Hnsey og Dalvík fóru þá og að stunda veiðar sinar að heiman, en innflúensa, sem þá gekk á Norðurlandi, dró þá mjög úr allri sjósókn. Tveir bátar frá Eyjafirði fóru til Isa- fjarðar strax upp úr áramótum og stund- uðu veiðar þaðan, og nokkrir fluttu sig til verstöðvanna við Faxaflóa. Þegar kom fram í maímánuð kom mikil fiskiganga upp að Norðurlandi, og hélzt sá afli allan mai og júní, einkum þó frá Eyjafirði og verstöðvum þar fyrir vestan, en í austari hluta fjórðungsins var afli miklu tregari allan þennan tíma. Síld var oftast nægileg á Akureyri allt vorið, svo að beituleysi hamlaði ekki sjósókn, eins og oft áður, og auk þess eru flestar verstöðvar búnar að koma sér upp frystihúsum til geymslu á sild, og hafa birgðir í þeim frá sumrinu áður. Pegar kom fram í júlímánuð hættu flestir bátar þorskveiðum, enda var þá frekar aflatregt, sérstaklega á grunnmið- um, enda beinist þá hugur flestra að síldveiðunum, þó stunduðu smærri bátar frá afskektari veiðistöðum þorskveiðar allt sumarið. Síldveiðin var mjög góð og tíð hagstæð fram í miðjan ágúst, en þá hætti síldveiðin snögglega. Pegar kom fram í septembermánuð, var um tíma ágætur þorskafli frá Siglu- firði og veiðistöðvum þeim, sem sóttu á djúphaf, en veðrátta var óstilt og not- aðist því illa að þessum afla. Sild veiddist töluverð á Eyjafirði um haustið bæði kópsild og millumsíld, og var hún söltuð til útflutnings. Ársafli fjórðungsins var 8092 smálestir (6612), en bátatala lík og árið áður. Af mannvirkjum þeim, sem gerð hafa verið í fjórðungnum fiskiveiðunum til viðreisnar, má helzt telja dráttarbraut þá, sem Ólafsfirðingar komu upp hjá sér til að taka báta sína í land, en þeir hafa hingað til oftast orðið að fara með þá til annara staða til viðgerðar. — ólafsfjörður hefur á seinni árum verið með mestu uppgangs-veiðistöðvum á Norðurlandi, að Siglufirði undanteknum. J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.