Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 9
ÆGIR
3
vinnu kemur að fullum notum, og hefði
annars þurft að gerast á öðrum timum,
þegar einstaklingar eiga hægara með
að komast í atvinnu hjá einkafyrir-
tækjum.
í sambandi við þetta er vert að geta
þess, að veðráttan allt haustið fram til
áramóta, mun vera einhver sú mildasta,
sem sögur fara af, var jörð auð fram til
áramóta allstaðar á landinu og hvergi
frost í jörðu. enda var sagt, að fíflar og
sóleyjar hefðu verið að springa út í jóla-
vikunni á ýmsum stöðum í landinu.
Þrátt fyrir þessa mjög hagstæðu veðr-
áttu allt árið, var þó veðurlag þannig,
að snögg áhlaupaveður komu all-mörg,
og var veðrátta, þómildværi, mjög um-
hleypingasöm og breytileg, enda voru
skipaskaðar miklir við ísland á árinu og
manntjón af sömu ástæðum með meira
móti, og er kunnugt um 73 drukknanir.
Þó er ekki þar með talin skipshöfnin
af danska dragnótaskipinu Tove, sem
talið er, að hafi farist hér við land í
októbermánuði, eða af öðrum útlendum
skipum, sem horfið hafa hér.
Hafís kom hér upp að landinu fyrstu
daga í febrúar, og virtist um líma vera
töluvert um hann, og 14. febrúar flýðu
skip, sem voru að veiðum fyrir Vestur-
landinu suður fyrir isinn, og sögðu mik-
inn ís alla leið frá Kögri að Látrarbjargi,
og að sumstaðar væri ísinn ekki nema 2
sjómílur undan landi.
Sem betur fór rak ís þennan fljótlega
frá landinu aftur, og varð ekki að til-
finnanlegum baga úr þvi.
Ferðalag íslenzka þorsksins.
Eins og ég hef getið um í tveimur
undanfarandi ársyfirlitum, þá hefur það
komið í Ijós á seinni árum, að íslenzki
þorskstofninn, er ekki eins staðbundinn
hér við land og menn hafa haldið.
Merkingar á fiski hér við land og við
Grænland, sem gerðar hafa verið hér að
tilhlutun Kommissionen for Danmarks
Fiskeri og Havundersögelser, hafa sannað,
að miklar samgöngur eru á milli þorsks-
ins við ísland og Grænland, og hefur
mikið borið á því á þessu ári líka, en
nú í ár hafa auk þess veiðst 2 fiskar við
Færeyjar, sem merktir hafa verið hér
við land og 1 yfir við New-Foundland
alla leið, svo það er ekki litið ferðalag,
sem fiskurinn leggur á sig. Sömuleiðis
hafa merkingar, sem Norðmenn hafa
framkvæmt við Jan Mayen sannað, að
samband er á milli þorsksins þar og við
Island.
Þá var að tilhlutun Norðmanna nú í
sumar merkt töluvert af stórri lúðu við
Austur-Grænland, og í hafinu norðvestur
af íslandi, og ættu fiskimenn að gefa því
gaum, ef þeir veiða eitthvað af þessum
merktu lúðum, og senda merkin ásamt
upplýsingum til Fiskifélagsins.
Til þess að fá fullkomna þekkingu á
ferðalagi íslenzka þorsksins, þarf að
merkja af honum hér við land á ver-
tíðinni, miklu meira en gert hefur verið,
en þær merkingar, sem hingað til hafa
verið gerðar, hafa eingöngu verið kost-
aðar af Dönum, þó hafa varðskipin ísl.
verið lálin merkja nokkuð af fiski fyrir
þá, einkum það skipið, sem gæzlu hefur
haft við Vestmannaeyjar á vertíðinni,
en af einhverjum ástæðum hefur oft
orðið minna úr þessum merkingum varð-
skipanna en til var ætlast.
Á öðrum stað hér í blaðinu er nú
fróðleg grein eftir Mag. A. V. Táning,
forstöðumann sjórannsóknanna dönsku,
um ferðalag islenzka þorsksins, en Dr.
Taaning hefur unnið að þessum rann-
sóknum bæði hér við land og við Græn-
land í mörg ár, og er þeim málum mjög
kunnugur, enda tekið mikilli tryggð við