Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 40

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 40
34 ÆGIR Um mörg ár hafa færeyskir fiskimenn fullyrt, að við Fœreyjar væri stundum y>íslandsþorskura, sem þekkja mætti frá þorski þeim sem á heima við Færeyjar, á ýmsum sérstökum einkennum. Fiski- rannsóknirnar höfðu þó hingað tilaldrei fengið merkta þorska, sem höfðu farið frá íslandi til Færeyja eða öfugt. En fær- eyskir íiskimenn, sem hafa svo glöggt auga fyrir mismuninum á þorski frá ýmsum sviðum, hafa auðsjáanlega séð rétt, því að nú eru loksins komin merk- in af tveim hinum fyrstu íslands þorsk- um ; þau voru tekin af þorski, sem veidd- ist úti fyrir Myggenæs og Fugley. Margt bendir á það, hvað þorskinn við Færeyjar-ísland-Grænland snertir, að um tímabil sé að ræða, er meiri hreyf- íng sé á fiskstóðinu, en áður var um langt skeið; en vér verðum enn í mörg ár og með miklum erfiðismunum, að safna athugunum, svo að vér einhvern- tíma í framtíðinni getum náð svo langt, að vér getum með vissu sagt, hvenær breytingar, er þýðingu hafi fyrir fisk- veiðarnar, muni verða og hvernig þess- ar breytingar muni haga sér. Enn þá vita menn ekki nákvæmlega hverja leið þorskurinn fer frá Grænlandi til Islands eða öfugt. Vér vitum, að hann leggur af stað frá Grænlandí á tímabil- inu milli októberogfebrúar—marz. Fyrstu grænlenzku þorskarnir, sem vart hefur orðið við ísland, hafa veiðst í lok febrú- armánaðar, flestir þó um hrygningartím- ann í apríl—mai. Vér vitum einnig, að nokkuð af þeim þorski, sem hrygnir við Vestmanneyjar, getur sýnt sig við V-Grænland c. 3 mánuðum síðar; hann hefur eflaust lagt af stað til Grænlands, þegar eftir að hann hafði lokið hrygn- ingunni. Sökum þess að lítill sem eng- inn hafís var í sumar er leið við aust- urströnd Grænlands gat »Dana« gert það sennilegt með bergmálsdjúpmælingum, að þar með ströndinni, að minnsta kosti frá c. 64° til c. 60°, sé mjótt grunn eða hryggur, með dýpi frá c. 170 til 240 metra, 20—30 sjómilur út frá ströndinni; út að Grænlandshafi er brúnin mjög brölt niður að 1500 metrum eða dýpra en á milli grunnsins og lands virðistþar á móti vera áll, með allt að c. 600 metra dýpi og eftir honum streymir ískaldur heimskautssjórinn. Á sjálfu þessu mjóa grunni eða hrygg, kippkorn frá strönd- inni, mun þorskurinn þó liklega i flest- um árum geta fundið hæfilega mikinn hita og ef til vill má hitta hér þorsk- torfurnar, sem eru á leið til íslands eða frá, ef fiskað væri á réttum tíma ársins og ef þá vœri auðið að fiska þar, vegna íss og storma. Öll ár leyfir ísinn það þó ekki. Sá Grænlandsþorskur, sem fyrst verður vart við ísland, veiðist úti fyrir Vestfjörðum og verið getur, að þangað heini honum leið hryggurinn, umtalaði, sem gert er ráð fyrir að sé þar og nær máske með Austur-Grænlandi norðurað hrygg þeim er tengir saman Island og Grænland, þar sem hin þekktu þorsk- mið »Halinn« eru. Sé þetta svo, þá mun mega fá mjög eðlilega skýringn á þvi, hvernig þorskurinn ratar frá Grænlandi til íslands eða öfugt. Maður spyr ósjálf- rátt: er nokkur greið gata fyrir þorsk- inn frá íslandi til Grænlands, sem hann getur auðveldlega og eðlilega farið eftir, þau árin sem hiti og straumar eru hag- stæðir? Sé svarið jákvætt, verður miklu auðveldara að skilja ferðalagið og það verður líka miklu auðveldara að færa sér þessa þekkingu í nyt, ef til veiði- framkvæmda kæmi, en ef þorskurinn frá íslandi dreifir sér yfir mestan hluta Grænlandshafs á ferðum sinum milli Grænlands- og Islandsmiða. Fái nú fiskimaður, sem les þetta um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.