Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 7
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 34. árg. Reyltjavík janúar 1941 Nr. 1 Davíð Ólafsson: Sjávarútvegurinn 1940. 1. Yfirlit. ÁriÖ 1940 mun verða eitt þeirra ára i sögu íslenzks Sjávarútvegs, sem lengi mun í minni haft. Orsökin er fyrst og fremst sú, að á þessu ári kemst útgerðin upp úr þeim erfiðasta öldudal, sem hún nokkurntíma hefir komizt í kynni við. Þetta tímabil þrenginganna liafði staðið í tíu ár. Það var árið 1930, að erfiðleikarnir hófust fyrir alvöru. Almennt verðhrun út í heimi leiddi af sér stórkostlega verð- lækkun á framleiðsluvörum hins ís- lenzka sjávarútvegs. Jafnhliða hlóðust svo upp hirgðir af aðalframleiðsluvör- unni, saltfiskinum, sem stöðugir erfið- leikar voru á að losna við. Með árinu 1936 hætist ofan á þetta, aflaleysi á þorskveiðum, og má segja, að það hafi staðið allt til þessa, jþótt eitthvað liafi þar batnað frá því sem verst var, sums- staðar a. m. k. Árið 1935 var svo komið, að til að fyrirbyggja hrun smábátaútvegsins og línu-gufuskipanna ;voru sett lög um skuldaskilasjóð vélbátaeigenda. Stórúl- gerðin — togararnir — var þarna skilin útundan, þótt hún hafi ekki síður verið þurfi fjTÍr aðstoð en smáútgerðin, eða svo var um mikinn hluta hennar. Þrátt fyrir aðgerðir skuldaskilasjóðs- ins, sem raunar hjálpaði mörgum í bili, var svo komið á öndverðu ári 1939, að ekki einungis stórútgerðin rambaði á barmi gjaldþrots heldur var fyrirsjáan- legt, að sjávarútvegurinn í heild var í stórkostlegri hættu, ef ekki yrði aðgert. I aprílhyrjun var svo gerð sú ráðstöfun, sem nægja skyldi til hjálpar þessum að- þrengda atvinnuvegi, en það var verð- felling ísl. krónunnar um 22% miðað við £. Þótt ómögulegt sé nú að segja um það, livort þessi breyting á gengi krón- unnar hefði nægt til að hjálpa sjávar- útveginum út úr erfiðleikunum, vegna þess að svo skannnt leið þangað til stríðið skall á og allar aðstæður hreytt- ust mjög, er næst að lialda að það liafi að minnsta kosti hjálpað yfir erfiðasta hjallann. Á styrjaldarárinu 1940 veitist sjávar- útveginum tækifæri til, eftir tíu ára erfiðleika, að rétta sig úr kútnum. Eftir- spurnin eftir afurðum sjávarútvegsins eykst mjög, og allmiklar verðhækkanir eiga sér stað, einkum þó á ísvarða fisk- inum. •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.