Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 20
14 Æ G I R vitað með fullu, en þeir munu liafa ver- ið nálægt 40, þegar flest var. Tafla IV sýnir tölu fiskisldpa og fiskimanna í Norðlendingafjórðungi, eins og hún var hæst á árinu í hverri veiðistöð. Frá Hvammstanga gengu að þessu sinni 5 opnir vélbátar. Ársafli í salt nam þar 17 smál. Á Blönduósi voru 4 opnir vélbátar. Stunduðu einhverjir þeirra róðra frá Skagaströnd og lögðu aflann þar í hrað- frystihús. 1 salt aflaðist 9.6 smál. Frá Skagaströnd og Kálfshamarsvík reru að þessi sinni 1 þilfarsbát undir 12 smál. og 6 opnum bátum fleira en á fyrra ári. iÚtgerð liefir aukizt á Skaga- strönd síðan liraðfrystihús var reist þar. Afli var góður á Skagastrandabáta fram- an af árinu og allgóður um sumarið. Árs- afli í salt var nú nokkru meiri en á fyrra ári, eða 100 smál. (85). Frá Sauðárkróki hefir útgerð aukizt mjög á seinni árum, síðan hafnarmann- virki voru gerð þar. Var nú 1 þilfarsbál undir 12 smál. og 18 opnum vélbátum fleira þar en á fyrra ári. í apríl og maí var þar góður afli, og gekk fiskur þá mjög innarlega i Skagafjörðinn. Seinni hluta sumars var heldur tregur afli. Var mikið af aflanum sett í hraðfrystihús. Ársafli i salt var 49.4 smál. (32). Frá Höfðaströnd og Málmey var 2 þil- farsbátum undir 12 smál. fleira nú en á fyrra ári. Ársafli í salt nam !þar 56.6 smál. (60). Frá Siglufirði voru gerðir út 17 bát- um fleiri á árinu en á fyrra ári. Voru 3 hátum undir 12 smál. fleira og 14 opn- um vélbátum. Bátarnir yfir 12 smál. voru allir í ísfisksflutningi meiri hluta ársins og stunduðu ekki þorskveiðar. Meginhluti aflans fór í ísfisksflutninga- skip eða i hraðfrystihús. Ársafli í salt nam 167 smál. (113). Á Ölafsfirði hefir bátum fækkað á ár- inu. Er 4 bátum undir 12 smál. og 7 opn- um vélbátum færra, en 1 bát yfir 12 smál. fleira. Stærri liátarnir stunduðu síldveið- ar um sumarið og opnu vélbátarnir voru því einir við þorskveiðar þann tíma. Arsafli í salt nam 582 smál. (528). Er söltun svona mikil, vegna þess að lirað- frystihús er þar ekki og skip ekki alltaf við til að kaupa fisk. Á Dalvík fjölgaði stóru þilfarsbátun- um um 2 og opnu vélbátunum um 4, en þilfarsl)átar undir 12 smál. voru nú 2 færri en á fyrra ári. Hraðfrystihús tók þar til starfa á árinu. Stunduðu þilfars- hátarnir síldveiðar um sumarið. Mikið af fiski var selt i ísfisksflutningaskip. Ársafli í salt nam 212 smál. (314). Úr Hrísey var nokkuð meiri útgerð i ár en á fyrra ári. Var þar 1 þilfarsbát yfir 12 smál. og 11 ppnum vélbátum fleira, en 2 þilfarsbátum minna en 12 smál. færri. Ársafli í salt nam 211.2 smál. (173). Frá Árskógsströnd gekk nú einum vél- hát yfir 12 smál. og 10 opnum vélbátum fleira en á fyrra ári. Var nokkuð af afl- anum selt í ísfisksflutningaskip, en all- mikið saltað, eða 210.7 smál. (177). Frá Hjalteyri eru gerðir út opnir vél- bátar, og voru þeir 2 fleiri nú en á fyrra ári. En úthaldstimi þessara háta er stutt- ur. Ársafli í salt nam 22.4 smál. (28). Úr Grýtubakkahreppi gekk nú 3 opn- um vélbátum fleira en á fyrra ári. Árs- afli í salt nam þar 291.2 smál. (306). Úr Ftatey var útgerð með svipuðum hætti og árið áður, nema að nú var þar 1 þilfarsbát færra, og svo voru þar 4 árabátar, sem ekki voru laldir á fyrra ári. Var afli þar góður um vorið. Var megnið af aflanum saltað, þar sem ekk- ert hraðfrystihús er þar og skip koma að öllum jafnaði ekki þangað að kaupa,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.