Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 46

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 46
40 Æ G I R 10. Beitufrysting'. Beitufrysting var nokkuð minni á ár- inu en á fvrra ári, eins og tafla XIX sýnir. Heildarmagnið er um 500 smál. minna en á fyrra ári, en þó nokkuð meira en árin þar á undan. Hinsvegar er beitu- notkunin mjög mikið meiri nú en áður, vegna mikillar þátttöku í fiskiveiðun- um. Raunar munu fleiri jbátar stunda dragnótaveiðar og botnvörpuveiðar nú en áður befir tíðkazt, en þrátt fyrir það munu línuveiðar verða meira stundaðar á komandi vertíð en mörg undanfarin ár. Aftur á móti var á s. 1. hausti notuð meiri iieita en undanfarin ár á þeim tíma árs, en róðrar voru þá viða mikið stundaðir. Langminnst hefir frystingin verið í Austfirðingafjórðungi og hefir svo verið um imörg undanfarin ár. Reyndar hefir það þætt nokkuð úr, að i janúarmánuði hins nýbyrjaða ái's, hefir verið allgóð síldveiði á Fáskrúðsfirði, og var síldin fryst lil beitu, svo að útlitið fyrir fjórðunginn batnaði eitthvað við það, en horfur eru á, að beituvandræði geri vart við sig á velrarvertíð n. k. á Suðurlandi, og verður nú ekki liægt að grípa til þess, sem oft befir verið gert áður, að fá síld frá Noregi. Ivemur nú í ljós, sem og oft áður, að fyrirkomulagið á beitumálunum hjá okkur er ekki eins og vera skyldi, hjá svo mikilli síld- og þorskveiðiþjóð. Um mörg undanfarin ár hefir það tíðkazt, að flytja inn beitusíld frá Noregi, hafi beituskortur orðið, en slikt befir komið fyrir æði oft, einkum á Austurlandi. Síðasta Fiskiþing tók þelta mál fyrir og komu jþar fram tillögur, sem virðast benda í rétta átl. Gengu þær út á það, að við fetuðum í fótspor Norðmanna og létum komu upp beituforðabúri og væri Tafla XIX. Beitufrysting (síld og kol- krabbi) árin 1937—1940. Fjórðungar 1940 ■'g 1939 l‘g 1938 kg 1937 kg Sunnlendinga 2 032 500 2 059 900 1 230 400 918 400 Vestfiröinga . 580 000 862 000 369 000 275 500 Norðlendinga 334 500 559 800 751 200 206 000 Austfiröinga . 140 700 99 000 97 300 79 100 Samtals 3 087 700 3 580 700 2 447 900 1 479 000 það rekið af hinu opinbera, og var stungið upp á, að Síldarverksmiðjur ríkisins önnuðust reksturinn. Hvað sem annars nxá segja um vand- kvæðin á því að reka slíkt forðabúr, þá hefir þó hér verið bent á leið út úr ógöngunum, sem vel er þess verð að lxún sé gaumgæfilega athuguð, hvort sem nú það fyrirkomulag verður liaft, sem þingið stakk upp á, eða eitthvað annað, sem þvkir bentara. En um það bljóta allir að vera sammála, að við svo búið má ekki standa. 11. Skipastóllinn. Á seinni árum hefir það færzl í vöxl að stærri vélbátar væru smíðaðir bér á landi. Árið 1939 voru smíðaðir 16 bátar yfir 12 smál. Vegna styrjaldarástandsins og erfiðleika með aðdrátt á efni voru smíð- arnar nokkru xttinni árið 1940, en þá voru smíðaðir 7 vélbátar yfir 12 smál. og var sá stærsti þeirra, Richard, 90 smál. smíðaður á ísafirði. Þessir 7 bátar bafa verið smíðaðir á eftirtöldum stöð- um: Njarðvík 2, ísafirði 2, Iveflavík 1, Akranesi 1 og Eyrarbakka 1. Skipakaup frá útlöndum voru einnig allmikið minni nú en á fjTra ári, og eflir að Norðurlöndin bafa dregizt inn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.