Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 44
38 Æ G I R Ítalíu fór, eins og áður, fram í gegnum vöruskiptareikning. Þegar Ítalía fór í stríðið, tepptust allar siglingar um Mið- jarðarhafið, og þar með var útilokað að hægt væri að skipta nokkuð við Griklc- land. Á fyrra ári liafði Grikkland keypt 2 950 smál. af óverkuðum fiski og greitt í frjálsum gjaldej'ri, og kom það sér vel. Útflutningurinn til Portúgal var að- eins tæpur helmingur af því, sem liann var á fyrra ári, eða 5 577 smál., og var það allt verkaður fiskur. Til Bretlands var útflutningurinn að- eins um 1 000 smál. minni en á fvrra ári, og kom lækkunin eingöngu niður á óverka^a fiskinum. Til Norðurlanda fór að þessu sinni aðeins smáslatti til Danmerkur, en al- gerlega tók fyrir þann útflutning við hernám Danmerkur. Útflutningur til Ameríkuríkjanna var mjög mikið minni á árinu en á fyrra ári. Til Brazilíu fóru 1 682 smál., en 2 852 á fyrra ári, og til Cuba fóru 953 smál., en 1 007 smál. á fyrra ári. Argen- tína og Urugay fengu eklcert að þessu sinui, en höfðu á fyrra ári keypt alls um 1 000 smál. af verkuðum fiski. Þrátt fyrir, að verðið á þessum mörkuðum sé heldur lægra en á Evrópumörkuðunum, er þó mikill áyinningur við það, að hingað til hefir andvirði fisksins fengizt greitt í frjálsum gjaldeyri, og kemur slíkt sér vel nú á tímum. Fiskþurrkun gekk erfiðlega á árinu, en engra skemmda hefir orðið vart j' fiskinum. Verðmæti saltfisksútflutningsins var tæpar 20 millj. kr. á árinu, en um 17 millj. kr. á fyrra ári, en þá var magnið um þriðjungi meira. 9. Niðursuða sjávarafurða. Þrjár verksmiðjur störfuðu að niður- suðu sjávarafurða eingöngu eða því sem næst. Viðskiplaástand það, sem skapazt hefir vegna styrjaldarinnar, hefir gerl verksmiðjunum all erfitt fyrir. Hafa flestir hinir gömlu markaðir lokast, t. d. rækjumarkaðirnir á Norðurlöndum. Hefir verið unnið að því að koma þess- um vörum inn á Ameríkumarkað, en þar voru Norðmenn einkum fyrir stríð- ið. Hefir það gengið misjafnlega, en um sumar tegundir má þó segja að séu góðar horfur. / Niðursiiduverksmiðju sölusambands ísl. fiskframleiðanda unnu að meðaltali um 50 manns allt árið og voru þar af 10 karlmenn. En þegar flest fólk vann þar, voru 120 kvenmenn en 20 karlmenn. Hefir verksmiðjan enn bætt nýjum teguudum við framleiðslu sína og verður hún nú stöðugt fjölbreyttari. Á árinu var reykliús verksmiðjunnar sfækkað um helming, og er nú liægt að reykja 200 tn. af síld á sólarliring. Þær vörutegundir, sem verksmiðjan aðallega flytur út, eru fiskbollur, þorsk- flök, þorskhrogn, gaffalhitar, „lcippers“ (reykt síld), reykt síldarflök i olíu og sjólax, en þessar vörur eru þó einnig seldar á innanlandsmarkaði. Verksmiðjan vann alls úr hráefni, sem nam tæpl. 681 smál. af fiski og hrognum, auk 1 496.5 tn. af síld og, greiddi fyrir það kr. 150 857. Skiptist þetta niður eftir tegundum, eins og hér fer á eftir: Þorskur nýr .......... Ufsi ................. Ýsa .................. Keila, karfi, skata o. fl. Ufsi saltaður ........ Hrogn ný ............. Síld (Faxasild) ...... 240.7 smál. 54 959 kr. 196.9 — 17 943 -- 148.6 — 32 826 — 32.0 — 3 594 — 21.9 — 8 737 — 40.6 — 11 375 — 1413 tn. 17 031 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.