Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 9
Æ G I R 3 Þetta hefir óiijákvæniilega leitt af sér stórlega minnkandi saltfisksverkun. Þrátt fyrir það er ekki að efa, að þetta fyrirbrigði er svo nátengt ófriðarástand- inu, að það mun vafalaust hverfa með því, og saltfiskurinn mun aftur skipa verðugan sess meðal framleiðsluvara sjávarútvegsins, þótt liann nái ekki aft- ur þeirri stöðu, sem hann hafði. Um afkomu á árinu, sem er að hefj- ast, er allt mjög í óvissu. Að vísu er útlit gott í ársbyrjun, en á tímum eins og þeim, sem nú eru, má segja að enginn ráði sínum næturstað, og er því hæpið að gera sér alltof glæstar vonir um framtíðina. 2. Veðráttan. Tíðarfarið á árinu var milt og hag- stætt frá áramótum og fram í miðjan fehrúar. Var viðasthvar snjólétt, sæmi- legir hagar og góðar gæftir. I Vest- niannaeyjum voru stormdagar 7, en meðaltalið er 10. Frá miðjum febrúar til sumarkomu var tíðarfarið frekar óhag- stætt á N. og A.-landi, en snjókoma töluverð og víða hagbönn. Sunnanlands var útkoma fremur lítil, en tíð þó ekki eins hagstæð og í janúar. 1 fehrúar og marz voru stormdagar í Vestmannaeyj- nni 15 en meðaltalið er 13. I apríl voru þar 9 stormdagar en meðaltalið er 3. Á Vestfjörðum eru taldar góðar gæftir í aPríl. Síðustu daga aprílmánaðar og í maí var tíð lengst af frekar mild, en úr- konndaust og sólarlítið sunnanlands og austan. Á NA.-landi var góð tíð i maí, einkum seinni hluta mánaðarins. Gæftir voru allgóðar. í maí voru taldir 2 storm- úagar í Vestmannaeyjum, og er það einum minna en meðaltal. I júní var tið ostöðug og mikil úrkoma sunnanlands °g austan. Sólarlítið var en lofthiti i g'óðu meðallagi. Norðanlands og austan var tíð hlý og þurr fram til 20., að brá til N.-áttar með rigningu og kólnaði þá i veðri. Stormdagar í Vestmannaeyjum voru í þeim mánuði taldir 4, en meðal- talið er aðeins 1. Mánuðina júli og sept. var tíðarfar fremur óhagstætt. Þó telzt sæmileg lieyskapartíð í júlí. Ágúst var aftur á móti með afbrigðum óþurrka- saniur á Sv. og V.-landi, og norðanlands var heyskapartíð einnig heldur erfið. Á SA.-landi voru aftur góðir þurrkar. Norðanlands var mjög votviðrasamt i sept., en þá kom góður þurrkkafli sunnanlands og var þá víða alhirt. Stormdagar í Vestmannaeyjum voru í júlí—sept. 6 og er það sama og meðal- talið. 1 okt.— des. var tíðarfar yfirleitt milt og mjög hagstætt. Snemma í októ- her kom þó illviðriskafli með töluverðri snjókomu á Norðurlandi, en seinnihluta þess mánaðar var fádæma góðviðri sunnanlands. Veðrátta var nokkuð óstöðug í nóvem- her og slæmar gæftir á Vestfjörðum, en snjólétl og góðir hagar til ársloka. Stormdagar í Vestmannaeyjum mánuð- ina okt.—des. voru taldir 16, meðal- lalið er 18. 3. Útgerð og aflabrög’ð. Enda þótt þátttaka í fiskveiðum lands- jnanna liafi verið með mesta móti á ár- inu, var aflinn ekki að sama skapi mik- ill. í Vestmannaeyjum t. d. var einhver sú lélegasta vertíð, sem komið hefir síð- an farið var að stunda veiðar á hinum stóra vélbátaflota. Er talið, að aflinn hafi numið um 40% af meðal vertíðar- veiði. Þótt hvergi liafi sennilega hrugð- izt eins gersamlega veiði og í Vest- mannaeyjum, var víða rýr afli. En þar sem fiskverðið var yfirleitt í hærra lagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.