Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 14
8 Æ G I R ári. Það er nú orðin föst venja, að bátar úr öðrum veiðistöðvum stundi róðra frá Sandgerði á vetrarvertíð. Einkum eru það bátar af Austurlandi, sem leita þangað. Að þessu sinni 'voru 35 aðkomu- bátar þar, frá eftirtöldum stöðvum: Garði 11, Norðfirði 9, Eskifirði 4, Siglu- firði 3, Dalvik 2, Reykjavík 2, Ólafsfirði 1, Reyðarfirði 1 og Vestmannaeyjum 1. Afli var yfirleitt beldur góður á Sand- gerðisbátana og var aflahæsti báturinn með 1000 skpd., en árið áður var mestur afli 1102 skpd. Meðalhásetalilutur nam um 2000 kr., en hæstir lilutir voru um 3000 kr. Ársafli var 1454 smál. ((2080). Eins og undanfarin ár voru einnig á þessari vertíð gerðar mælingar á fiski og lifrarmagnið rannsakað. Fer liér á eftir árangur þeirra mælinga. Úr 600 kg af fiski fengust: 12. marz .... 88 fiskar 40 lítrar lifur 31.— .... 86 — 38 — — 15. apríl .... 94 — 35 — — 30. — .... 98 — 25 — — Lifrarbræðslan tók á móti um 850 þús. 1. af lifur og voru greiddir 83 au. fyrir hvern 1. Rátatala i Garði og Leiru var sú sama í ár og árið á undan, en meiri hluti heimabáta þar stunduðu nú eins og áð- ur veiðar frá Sandgerði, en fiskurinn var að jafnaði fluttur yfir i Garð og verkaður þar, það af honum, sem salt- að var. Ársafli var þar 467 smál. (808). í Keflamk var bátatalan 6 hærri í ár en á fyrra ári, og voru það allt bátar yfir 12 smál., sem þar voru. Aðkomubát- ar voru að þessu sinni fleiri en áður, eða 18 alls frá eftirtöldum verstöðvum: Seyðisfirði 7, Norðfirði 2, Dalvík 2, Ól- afsfirði 2, Hrísey 2, Siglufirði 2 og Stykk- ishólmi 1. Heimabátarnir byrjuðu al- mennt ekki veiðar fyrr en eftir 20. jan., þar eð deila kom upp um ráðningar- kjör sjómanna. Aftur á móti byrjuðu að- lcomubátarnir flestir fyrir miðjan mán- uðinn. Ársafli nam 1 586 smál. (4 444). Afli var yfirleitt góður í Keflavik. Mest aflaði mb. „Guðfinnur“ og fékk alls 1 050 skpd. í 81 róðri. Tveir þeir næstu í röðinni voru mb. „Ólafur Magnús- son“ með 920 skpd. og „Árni Árnason“ með 800 skpd. Meðalafli á hvern bát mun hafa orðið um 500 skpd., en róðra- fjöldi um 70. Hæstu hásetalilutirnir munu liafa verið um 3 000 kr., en margir munu iiafa fengið 1500—1600 kr. hluti. Mælingar þær, sem gerðar voru á stærð fisks og lifrarmagni, sýndu að fiskur var feitari þá en á fyrra ári. Út- koma þessara mælinga fer hér á eftir. Úr 600 kg af fiski fengust: 19. janúar .. — fiskar 27 lítrar lifur 15. febrúar.. 84 — 43 — — 12. marz .... 90 — 45 — — 14. — .... 85 — 43 — Um haustið stunduðu allmargir bátar reknetjaveiði í Faxaflóa, en afli var yfir- leitt heldur rýr. Héldu þó nokkrir bátar út fram í byrjun desember. Var megnið af síldinni fryst til beitu, en lítilsháttar saltað. Frá Vatnsleysuströnd og Vogum stunduðu að þessu sinni 2 bátum undir 12 smál. fleira veiðar en árið áður. Árs- afli i salt var þar líkur og árið áður, 203 smál. (204). Frá Hafnarfirði voru gerðir út á ver- tíðinni 10 togarar, 2 línuveiðagufuskip, og hefir þeim fækkað um 2 frá fyrra ári, og loks 9 bátar yfir 12 smál., en aðeins 1 slíkur var þar árið áður. Voru 3 heima- bátar, en 6 aðkomubátar frá eftirtöldum stöðvum: Siglufirði 2, Húsavík 2, Hólma- vík 1 og Dalvík 1. Stunduðu allir bát- arnir lóðaveiði nema 1, sem liafði botn- vörpu. Aðeins annað línuveiðagufuskip- ið stundaði veiðar, en liitt var í isfisks-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.