Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 30
24 Æ G I R vildu þeir að sú verksmiðja gæti unnið úr 10 þús. málum á sólarhring. Árið 1936 hafði verið stofnað félag' meðal síldarútvegsmanna, Samvinnufélag síld- veiðiskipa (SSS), með það fyrir augum að koma upp nýrri verksmiðju. Af því varð þó elcki í það skipti, en nú var þetta vakið upp aftur. Var hugmyndin sú, að útgerðarmenn legðu sjálfir fram nægilegt fé til verksmiðjunnar. Hvort þetta verður framkvæmt er ómögulegt að segja um að svo stöddu, en útséð virðist um að ný verksmiðja verði komin upp fyrir næstu síldarvertíð. Þrátl fyrir það virðist tillagan um nýjar verk- smiðjur hafa mikið lil síns máls og reyndar alveg sjálfsögð, ef við eigum að geta hagnýtt í svo ríkum mæli, sem sjálfsagt er, þau feikna auðæfi, sem síld- veiðin hefir að hjóða. Hin tillagan, eins og áður er sagt, miðar að því að koma í veg fyrir óeðli- leg vinnslutöp vegna skemmda í síld- inni. Er þar fyrst að minnast á kælingu, sem er nokkuð þekkt hér á landi af til- raunum. Voru i sumar gerðar tilraunir á Siglufirði með þessa geymsluaðferð með góðum árangri. Má vænta, að þeim tilraunum verði haldið áfram, þar til það hefir sýnt sig endanlega, hvert gikli þessi aðferð hefir. Hin aðferðin byggist á öðru megin- atriði, sem sé ekki að verja síldina skemmdum, heldur að koma í veg fyrir vinnslutap á skemmdri síld. Er þar notað efni við suðu sildarinnar, er nefn- ist „Aquacide“, sem gerir það að verk- um, að vinnslutap verður ekki, eða nær því ekkert, þótt síldin sé lalsvert gömul, og framleiðslan líður ekki. Hefir efni þetta verið notað i Bandarikjunum með g'óðum árangri. Reglulegar tilraunir voru fyrsl gerðar með það hér á landi við ríkisverksmiðjurnar á s.l. sumri. Var það Ingi H. BjjaCnason efnafræð- ingur, sem sá um tilraunirnar, enda hafði Iiann kynnt sér þetta i Bandaríkj- unum og komið með efnið í tilraun- irnar með sér, er hann kom að vestan á s. 1. sumri, en hann hefir starfað á rann- sóknarstofu jFiskifélagsins síðan. Gáfu þessar tilraunir góðan árangur. Það er ekki að efa, að hvorttveggja, það að byggja nýjar verksmiðjur og koma í veg fyrir vinnslutöp af skemmd- um síldarinnar, sé það sem stefna beri að lil betri nýtingar á síldaraflanum, en það verður að finna það hlutfall á milli þessara tveggja leiða, sem tryggir hezta nýtingu síldaraflans. Á árinu voru fluttar út bræðslusíldar- afurðir fyrir 21.6 millj. kr. og fór meiri- hluti þess til Englands skv. fyrirfram- gerðum samningi. Á fyrra ári nam verð- mætið 12.7 millj. kr. Var verðið á síldar- lýsinu ákveðið £ 23-0-0 pr. smál. en á mjölinu £ 18-0-0 pr. smál., livorttveggja cif. England. Á fjTra ári var verðið á þvi lýsi, sem selt var fyrirfram £ 13-10-0 og £ 14-10-0 pr. smál., en mjölverðið var til maíloka £ 10-15-0, hækkaði síðan í júní upp í £ 11-2-6. Er stríðið skall á varð ör verðhækkun og í desember voru eftir- stöðvarnar seldar til Noregs fyrir 280.00 kr. norskar pr. smál. f.o.b. Um áramót voru enn eftir óseldar um 10 þús. smál. af síldarlýsi og eitthvað af síldarmjöli, umfram það, sem umsamið var við Breta. Hefir nokkuð af mjölinu verið sell til U. S. A., en fyrir nokkru lægra verð en fékkst í Englandi. b. Saltsíldin. Söltun síldar hófst nokkru seinna í sumar en áður hefir verið. Þann 1. ág. gaf Síldarútvegsnefnd leyfi lil söltunar og er j)að 8 dögum síðar en árið áður. Ástæðan til þessa var sú, að allt var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.