Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 27
Æ G I R 21 a. Bræðslusíldaraflinn. Eins og þegar er getið í upphafi þessa máls, var allt í óvissu um rekslur verk- smiðjanna þangað til 21. júní, að at- vinnumálaráðherra ákvað að Ríkisverk- smiðjurnar skyldu liefja móttöku á síld. Skyldu allar Rikisverksmiðjurnar starfræklar nema Sólbakkaverksmiðjan. I hóp ríkisverksmiðjanna hafði nú, eins og áður er sagt, bætzt hin nýja verk- smiðja á Raufarhöfn, og var hún til- húin til móttöku, er veiðin hófst. Hafði verið hafður hraðinn á við byggingu þeirrar verksmiðju, en allt tekizt mjög vel, miðað við hve erfitt var um alla aðdrætti. Vinnsluafköst hennar skyldu nema 5 000 máluni á sólarhring. Hafði í allmörg ár staðið nokkur styrr um bygg- ingu þessarar verksmiðju, en nú mun engum detta í hug að mótmæla, að liún hafi sannað tilverurétl sinn. Er ekki að efa, að það tjón verður aldrei metið til fulls, sem hlotizt hefir af því að liafa ekki baft slíka verksmiðju á þessum stað undanfarin aflaár. Þar sem verksmiðjan er nú komin upp, þvkir tilhlýðilegt að minnast örfáum orðum á sögu málsins, sem er alllöng. Það var árið 1923, að fyrst var reist síldarverksmiðja á Raufarhöfn. Voru vélar verksmiðjunnar mjög ófullkomnar °g var verksmiðjan byggð i sambandi við lýsisbræðslustöð, sem þar var áður. Seinna voru þó gerðar allmiklar endur- bætur á þessari verksmiðju. Árið 1934 var skipuð síldarverksmiðjunefnd til að gera tillögu um hentugan stað fvrir nýja síldarverksmiðju á Norðurlandi. ^ oru skiptar skoðanir um það innan uefndarinnar, hvar hin fyrirhugaða verksmiðja skjddi reist, og kom aðallega hl greina Ingólfsfjörður eða Reykjar- fjörður og hinsvegar Siglufjörður. En 1 sambandi við störf þessarar nefndar var því hreyft, að ríkið keypti verk- smiðjuna á Raufarhöfn, með það fyrir augum að þar jrrði síðar reist stór og fullkomin verksmiðja. I áliti minni- hluta nefndarinnar (þeirra Trausta Ólafssonar, Lofls Bjarnasonar og Sveins Benediktssonar) segir m. a. á þessa Jeið: „Raufarhöfn liggur ágætlega við síldarmiðum á Axarfirði, fyrir Sléttu, á Þistilfirði og Langanesmiðum. En breyt- ist síldveiði á þessum slóðum eða sé meiri annarsstaðar, er Raufarhöfn samt ekki svo austarlega, að ekki sé tiltæki- legt að fara þangað með síld af vestari miðum norðanlands“. „En þessi veiði (þ. e. veiði á austursvæðinu) eyðileggst oft, sérstaklega fyrir hinum smærri skipum, vegna þess hve erfitt er að fara með síldina þaðan til Siglufjarðar, eink- um þegar áliðið er sumars og allra veðra er von. Það mundi lijálpa þess- um skipum mikið, ef þau ættu vísan að- gang að bræðslu á Raufarhöfn, og gera yfirferðarsvæði þeirra stærra og þar með aflamöguleika meiri en nú er, enda hlýtur það að verða markmiðið i fram- tíðinni, að ekki verði einungis öflugar síldarverksmiðjur á Siglufirði, heldur einnig vestan Sigiufjarðar og austan, sem taka við síld skipanna, þegar hæg- ara er að fara með síld til nærliggjandi slöðva.“ Kemur greinilega fram i því, sem hér liefir verið tilfært, að ætlasl var til að siðar jTði reist stór verk- smiðja á Raufarhöfn er gæti lekið við síld af austursvæðinu. Á Alþingi 1934 var borið fram og samþykkt frv. til laga um heimild fvrir ríkisstjórnina til að kaupa og starfrækja síldarverk- smiðju á Raufarhöfn. Með lögum frá 13. jan. 1938 var svo ákveðið að byggja verksmiðju á Raufar- höfn, er gæti unnið éir 2 400 málum á sólarhring, en eigi að siður varð drátt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.