Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 41
Æ G I R 35 kom. En mildl aukning á eftirspurninni eftir þorskflökum gerir það að verkum, að frysting þeirra fer mjög í vöxt. Á töflunni má einnig sjá, að dragnóta- I)átarnir hafa ekki verið einir að verki við að afla í hraðfrystihúsin. Var nú mikill hluti af þeim fiski, sem frysti- liúsin fengu, veiddur með öðrum veið- arfærum, alit frá handfæri upp í botn- vörpu, og er þá eðlilegt að hluti þorsk- fiskanna vaxi. Eins og undanfarið hefir Fiskimála- nefnd séð um sölu á fiski fvrir hrað- frystihúsin. Hefir sú regla gilt, að faslir samningar liafa verið gerðir um sölu á fiskinum fyrirfram, svo að verðsveiflur kafa ekki átt sér þar stað í eins stórum stíl og á ísvarða fiskinum, sem seldur er á opnum markaði. Um miðjan septemher tókst þrátt fyr- ir fyrirframsamninga að fá allmikla verðhækkun á freðfiskinum, og fvlgdi því hækkun á innkaupsverði frystihús- anna. Fyrir þorsk hækkaði verðið úr 15 au. í 25 au., ýsu úr 25 au. í 35 au., skar- kola I úr kr. 1.10 í kr. 1.60, allt miðað við kg. Aðrar tegundir hækkuðu hlut- fallslega. Þann 1. nóv. gekk í gildi hámarksverð a freðfiski í Bretlandi. En þar sem það var sett á fiskinn í smásölu, hafði það engin áhrif á útflutaingsverð fisksins, Vegna þess að gerðir höfðu verið fvrir- framsamningar um sölu við enska inn- flytjendur. Hinsvegar má húast við, að áhrifanna gæti nokkuð á framleiðslu ársins 1941. Allmiklir erfiðleikar voru á þvi að fá skipakost til að flytja fiskinn á hinn er- lenda markað. í árslok 1939 hafði Fiski- taálanefnd fest kaup á kæliskipi í Dan- taörku, m/s Arctic, er skjddi vera til- búið til flutninga i ársbyrjun 1940. Vegna ófyrirsjáanlegra tafa kom skipið ekki til landsins fvrr en í aprílmánuði og var ekki tilbúið til fermingar fyrr en í bvrj- un júlí. Á meðan verðið á isvarða fiskinum er svo geysi hátt og raun hefir á orðið, getaj frystihúsin ekki keppt við þau slcip, sem kaupa fisk til útflutnings, enda fór nær því engin frysting fram tvo síðustu mán- uði ársins. Útflutningur freðfisksins á ár- inu hefir numið 7 274 smál., að verðmæti um 10.5 millj. kr., og er !það mikil aukn- ing, ef borið er saman við fyrra ár, en þá nam hann 2 586 srnál., en verðmætið um 2.8 millj. kr. 7. Ufsa- og' karfaveiði o. fl. Karfaveiðar voru stundaðar með minnsta móti á árinu. Aðeins einn tog- ari, „Gylfi“ frá Patreksfirði, fór á veiðar, 2 ferðir í alls 9 daga. Var það í lok júlí. Aflinn nam 255.5 smál. af karfa. Meðal- afli á úthaldsdag var því 28.4 smál. af karfa og er það rúml. 1 smál. meira en fyrsta árið, sem karfaveiðar voru stund- aðar. Auk karfans veiddist 56 smál. af þorski og 3 smál. af ufsa og var það saltað. Lifrarfengur var 59 föt. Ufsaveiðar voru einnig lítið stundaðar á árinu. Fóru 3 togarar til þeirra veiða, og voru úthaldsdagar iþeirra samtals 71 dagur, en á fyrra ári voru úthaldsdagar 14 togara á ufsaveiðum 549 dagar. Afli varð 164.3 smál. af ufsa til herzlu, 120.3 smál. til fíökunar, 355 smál. í salt og 20.8 smál. var sett til vinnslu í verlí- smiðju. Af þorski veiddust 395 smál. og var það allt saltað. Lifrarfengur togar- anna á þessum veiðum nam 553 fötum. Loks stundaði 1 togari veiðar í 7 daga fyrri hluta marzmánaðar fyrir niður- suðuverksmiðju S. í. F., og var aflinu 75 smál. Lifrarfengur var 11 föt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.