Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 16
10 Æ G I R anum. Yfir sumarið stunduðu flestir bát- arnir dragnótaveiði og var afli dágóður. Á haustin er yfirleitt stunduð línuveiði á þessum slóðum og svo var einnig nú. í nóv., þegar flest var, stunduðu alls 19 bátar veiðar frá þessum stöðvum og þar af 12 með línu, en 6 með dragnót, en í desember voru dragnótaveiðar liættar og 15 bátar stunduðu þá veiðar með línu. b. Vestfirðingafjórðungur. Útgerð í Vestfirðingafjórðungi var allmikið meiri nú en á fyrra ári. Tala skipa af öllum stærðum var í ár 281, en 208 á fyrra ári, en mannatala var 1293 á móti 1168 á fyrra ári. Mest liefir smærri skipunum fjölgað á árinu. Vél- bátar yfir 12 smál. voru nú 6 fleiri, vél- bátar undir 12 smál. 9 fleiri og af opn- um vélbátum voru 30 fleiri en á fyrra ári. Auk þess eru taldir 29 fleiri ára- bátar. í janúar og fram í febrúar var yfirleitt góður afli fyrir Vestfjörðum, en dró úr, er leiö á veturinn. Um vorið var enn tregur afli við Djúpið og i Steingrimsfirði. Sunnan til á Vestfjörð- um aftur á móti, t. d. í Patreksfirði, Tálknafirði og Víkum, var mjög góður afli í maí. Nokkurn hluta maímánaðar var einnig góður afli í Arnarfirði og á smábáta í Dýrafirði, og er það sjaldgæfl um þetta leyti árs. Haustvertíð var misjöfn á Vestfjörð- um. Tregur afli var í veiðistöðvum Út- Djúpsins, Súðavík, Isafjarðarkaupstað, Hnífsdal og Bolungavík. Frá Suðureyri og Flateyri er svipaða sögu að segja, og voru þar slæmar gæftir í desember. I öðrum veiðistöðvum aflaðisl sæmilega, og á Ströndum, Steingrímsfirði og Gjögri var ágætur afli. I október og nóv- ember veiddist allmikil síld i lása á Steingrímsfirði. Var það ,mest millisíld. Meirihluti þess, sem veiddist, var selt til beitu, aðallega til Siglufjarðar, ísa- fjarðar og jafnvel suður í veiðistöðv- arnar við Faxaflóa. Miklum erfiðleikum olli lokun veiði- svæðanna fyrir Vestfjörðum í nóvem- ber, vegna beraðgerða Breta. Stóð haust- vertíðin þá sem hæst, en lokunin hafði í för með sér algera stöðvun mikils hluta bátaflotans um tínia. Þrátt fyrir aflatregðu þá, sem víða var á baustverlíð, voru lilutir sjómanna og afkoma öll góð, vegna liins háa verðs á fiski til útflutnings í ís, en meirihluti lians var seldur þannig. Dragnótaueiðar stunduðu nokkrir l)át- ar í fjórðungnum um sumarið og fram á haust. I júní og júli voru þeir flestir 23, en fækkaði, er fram á leið, og í nóv- ember voru þeir aðeins 10. Rækjuveiðar voru stundaðar bæði frá ísafirði og Bíldudal. Frá Isafirði voru veiðarnar oftast stundaðar af 3 bátum, og voru 2 menn á hverjum á tímabil- inu frá áramótum fram í miðjan sept- ember. Frá Bíldudal voru rækjuveiðar stundaðar frá 4. jan. til 28. sept. Voru 5 bátar þegar flest var, en 2 héldu út allan tímann. Veiðin nam alls 75.2 smál. og fékkst aðallega í Arnarfirði og lítið eitt i Geirþjófsfirði. Afli var yfirleitt tregur. Tafla III sýnir tölu fiskiskipa og fiski- manna i hinum ýmsu veiðistöðvum Vestfirðingafjórðungs eins og hún var hæst á árinu 1940. Bátatala í Flatey var hin sama í ár og á fvrra ári. Með Flateyjarbátunum eru einnig taldir 2 aðkomubátar, sem stunduðu veiðar þaðan, annar úr Bjarneyjum, en hinn af Barðaströnd. Allgóður afli hefir verið þar á árinu. Ársafli í salt nam 64 smál. (56). Úr Víkum gekk einum bát færra á þessu ári en á fyrra ári. Ógæftir höml- uðu sjósókn eftir að komið var fram í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.