Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1941, Side 16

Ægir - 01.01.1941, Side 16
10 Æ G I R anum. Yfir sumarið stunduðu flestir bát- arnir dragnótaveiði og var afli dágóður. Á haustin er yfirleitt stunduð línuveiði á þessum slóðum og svo var einnig nú. í nóv., þegar flest var, stunduðu alls 19 bátar veiðar frá þessum stöðvum og þar af 12 með línu, en 6 með dragnót, en í desember voru dragnótaveiðar liættar og 15 bátar stunduðu þá veiðar með línu. b. Vestfirðingafjórðungur. Útgerð í Vestfirðingafjórðungi var allmikið meiri nú en á fyrra ári. Tala skipa af öllum stærðum var í ár 281, en 208 á fyrra ári, en mannatala var 1293 á móti 1168 á fyrra ári. Mest liefir smærri skipunum fjölgað á árinu. Vél- bátar yfir 12 smál. voru nú 6 fleiri, vél- bátar undir 12 smál. 9 fleiri og af opn- um vélbátum voru 30 fleiri en á fyrra ári. Auk þess eru taldir 29 fleiri ára- bátar. í janúar og fram í febrúar var yfirleitt góður afli fyrir Vestfjörðum, en dró úr, er leiö á veturinn. Um vorið var enn tregur afli við Djúpið og i Steingrimsfirði. Sunnan til á Vestfjörð- um aftur á móti, t. d. í Patreksfirði, Tálknafirði og Víkum, var mjög góður afli í maí. Nokkurn hluta maímánaðar var einnig góður afli í Arnarfirði og á smábáta í Dýrafirði, og er það sjaldgæfl um þetta leyti árs. Haustvertíð var misjöfn á Vestfjörð- um. Tregur afli var í veiðistöðvum Út- Djúpsins, Súðavík, Isafjarðarkaupstað, Hnífsdal og Bolungavík. Frá Suðureyri og Flateyri er svipaða sögu að segja, og voru þar slæmar gæftir í desember. I öðrum veiðistöðvum aflaðisl sæmilega, og á Ströndum, Steingrímsfirði og Gjögri var ágætur afli. I október og nóv- ember veiddist allmikil síld i lása á Steingrímsfirði. Var það ,mest millisíld. Meirihluti þess, sem veiddist, var selt til beitu, aðallega til Siglufjarðar, ísa- fjarðar og jafnvel suður í veiðistöðv- arnar við Faxaflóa. Miklum erfiðleikum olli lokun veiði- svæðanna fyrir Vestfjörðum í nóvem- ber, vegna beraðgerða Breta. Stóð haust- vertíðin þá sem hæst, en lokunin hafði í för með sér algera stöðvun mikils hluta bátaflotans um tínia. Þrátt fyrir aflatregðu þá, sem víða var á baustverlíð, voru lilutir sjómanna og afkoma öll góð, vegna liins háa verðs á fiski til útflutnings í ís, en meirihluti lians var seldur þannig. Dragnótaueiðar stunduðu nokkrir l)át- ar í fjórðungnum um sumarið og fram á haust. I júní og júli voru þeir flestir 23, en fækkaði, er fram á leið, og í nóv- ember voru þeir aðeins 10. Rækjuveiðar voru stundaðar bæði frá ísafirði og Bíldudal. Frá Isafirði voru veiðarnar oftast stundaðar af 3 bátum, og voru 2 menn á hverjum á tímabil- inu frá áramótum fram í miðjan sept- ember. Frá Bíldudal voru rækjuveiðar stundaðar frá 4. jan. til 28. sept. Voru 5 bátar þegar flest var, en 2 héldu út allan tímann. Veiðin nam alls 75.2 smál. og fékkst aðallega í Arnarfirði og lítið eitt i Geirþjófsfirði. Afli var yfirleitt tregur. Tafla III sýnir tölu fiskiskipa og fiski- manna i hinum ýmsu veiðistöðvum Vestfirðingafjórðungs eins og hún var hæst á árinu 1940. Bátatala í Flatey var hin sama í ár og á fvrra ári. Með Flateyjarbátunum eru einnig taldir 2 aðkomubátar, sem stunduðu veiðar þaðan, annar úr Bjarneyjum, en hinn af Barðaströnd. Allgóður afli hefir verið þar á árinu. Ársafli í salt nam 64 smál. (56). Úr Víkum gekk einum bát færra á þessu ári en á fyrra ári. Ógæftir höml- uðu sjósókn eftir að komið var fram í

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.