Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 45

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 45
Æ G I R 39 Saltsíld (grófs., i'lakað og sykurs.) ..... 08,5 tn. 3 200 kr. Matjessíld ......... 15 — 1 125 — Sést á þessu, að þorskur er hæstur og ufsi og ýsa næst, en samanlagt nema þessar þrjár tegundir um 77% af heildarmagni þvi, sem verksmiðjan hefir tekið á móti. Verðmæti þeirra nam um 78% af heildarverðmætinu. Ur þorski voru aðallega unnin flök og soðin niður, en öll ýsan fór í fisk- hollur. Meiri hluti ufsans fór aftur á nióti í sjólaxframleiðsluna, en eitthvað í flök. Úr síldinni voru framleidd „kipp- ers“, kryddsíldarflök og gaffalbitar aðal- lega. Fiskúrgangur allur, en hann varð 374 smál., var settur til vinnslu í fiski- nij ölsverksmiðj u. Sala á vörum verksmiðjunnar gekk vel á árinu og horfur fremur góðar framvegis, þótt shrrjöldin haki þar all- mikla erfiðleika. Nidursuðuverksmiðjan á Bíldudal var starfrækt frá ársbyrjun til nóvemher- loka. Að meðaltali unnu 35 manns við verksmiðjuna og voru þar af 30 stúlkur. Flest var fólkið í apríl, 42 stúlkur, en þá var veiðin mest. Verksmiðjan sauð niður rækjur og þorsk auk lítilsháttar af ýsu og steinbít. Loks var soðið niður dálítið af þorskhrognum. Auk þess var framleitt rækjumauk. Alls tók verk- smiðjan á móti 75 157 kg af rækjum. Unnið var af því 71 960 kg, en afgangur- inn gekk úr vegna smæðar. Framleiddar voru úr þessu 99 487 dósir af rækjum og 12 689 kg rækjumauk. I mánuðunum sept.—nóv. var soðinu niður fiskur. Alls fékk verksmiðjan 100 842 kg af fiski. Var hann soðinn niður heinlaus roð- fleltur og flakaður og nam framleiðsla aí honum 37 268 % kg dósir. Úrgangur. sem nam um 62 800 kg, var settur í fisld- nijölsverksmiðjur og unninn þar. Fyrri hluta ársins voru soðin niður 1 300 kg af þorskhrognum. Var það aðallega gert i tilraunaskvni og' sent til Englands. Sala á afurðum verksmiðjunnar hefir gengið misjafnlega, nema á rækjumauk- inu, sem auðvelt hef-ir verið að losna við á enskum markaði. Síðan Danmörk var hertekin hafa rækjur selzt eingöngu á innanlandsmarkaði og smávegis til Bandaríkjanna. Rækjuverksmiðjan á ísafirði var starfrækt frá áramótum fram i miðjau sei)tember. Að meðaltali unnu í verk- smiðjunni 35 manns, en 3 hátar með 2 mönnum hvor stunduðu oftast rækju- veiðar. Framleitt var 1 621 kassar rækj- ur og 40 kassar síld með 100 dósum í hverjum kassa. Niðursuðuverksmiðja sú, sem komið hafði verið upp í Vestmannaeyjum, var ekki starfrækt á árinu svo teljandi sé. Útflutningur niðursoðins fisks nam á árinu 548 smál. og að verðmæti 792 þús. kr., en á fyrra ári aðeins 38 smál. og 63 þús. kr., og er því hér um mikla aukn- ingu að ræða. Af rækjum var flutt út 33 smál., að verðmæti 145 þús. kr., en á fyrra ári 49 smál. fyrir 41 þús. kr. Um magn það, sem niðursuðuverk- smiðjurnar hafa unnið á fyrri árum eru ekki neinar skýrslur fyrir hendi, svo að samanburður er þar ekki mögulegur. En útflutningsmagnið sýnir, að hér hlýtur að vera um að ræða mikla aukningu. Er ekki að efa, að sú aukning heldur áfram eilthvað framvegis, því að mai'kaðs- möguleikar eru miklir fyrir slíkar vör- ur, einkum i Ameríku, og ætti að vera auðveldara að notfæra sér þá eftir að Norðmenn, sem liingað til liafa selt mesl þangað, eru algerlega útilokaði frá því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.