Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1941, Blaðsíða 19
Æ G I R 13 minnsta móti, eða 60.5 smál. (162), þar eð nær því allur aflinn var seldur í ís til útflutnings. Frá veiðistöðvum innar i Djúpinu, Ogurvík og Ögurnesi, var útgerð meiri í ár en á fyrra ári. Var þar 4 vélbátum undir 12 smál. og 1 opnum vélbát fleira. Afli var mjög tregur. Hæsti hlutur þeirra báta í Ögurvík, sem stunduðu veiðar að staðaldri um iiaustið, var um 1 200 kr. Afli í salt nam 21.5 smál. (33), en meiri hluti aflans var seldur i ísfisksflutn- ingaskip. Ur Grunnauíkurhreppi gekk 2 opnum vélbátum fleira í ár en á fvrra ári. Stund- uðu þeir aðallega veiðar um haustið. Fiskinn fluttu þeir nær allan í ísfisks- flutningaskip og höfðu til þess bát frá ísafirði. Ur Sléttuhreppi voru gerðir út 26 bát- ar í ár, en 24 á fyrra ári. Fjölgaði ára- bátum úr 18 í 20. Afli var tregur og voru róðrar lítið stundaðir frá Aðalvik um haustið, og aflinn mest hertur fyrir inn- anlandsmarkað. Nokkuð af fiski úr veiðistöðvum í hreppnum var selt í ís til útflutnings. Ársafli i salt nam 80 smál. (155). Frá Gjögri og Djúpuvík reru nú ein- um opnum vélbát og 2 árabátum meira en á fyrra ári. Var afli mjög góður um haustið, þegar gæftir leyfðu. Nokkuð af aflanum var selt í ísfisksflutningaskip, en ársafli í salt varð 67 smál. Ur Steingrímsfirði var meiri útgerð á árinu en verið hefir í mörg ár áður. Gengu þaðan alls 39 bátar, og er það 14 bátum fleira en á fyrra ári. Var einum véll). undir 12 smál. færra, 4 opnum vél- bátum fleira, og fala árabátanna var 15, en 4 á fyrra ári. Tala manna var 141, en 98 á fyrra ári. Sumarafli var nokkuð misjafn, en haustafli yfirleitt mjög góð- ur. Var mikill bluti aflans seldur til út- flutnings i is, og bófst það i byrjun júlí, og eftir það var mjög lítið saltað. Árs- afli í salt nam 278 smál. (415). c. Norðlendingafjórðungur. Utgerð úr Norðlendingafjórðungi var með mesta móti á árinu. Tala skipa, sem gerð voru út til þorskveiða, nam alls 282, en aðeins 175 á fyrra ári, og mannatala 920, en 524 árið áður. Hefir vélbátum stærri en 12 smál. fjölgað um 10, en opnu vélbátarnir eru nú taldir 191, á móti aðeins 101 á fyrra ári. Hin mikla aukning á útgerð þessara báta á vafa- laust rót sína að rekja til fjölgunar hraðfrystihúsa og fiskkaupa til útflutn- ings í ís. Á meðan svo til allur aflinn var saltaður, var að öllu jöfnu lítil sjó- sókn frá veiðistöðvum í Norðlendinga- fjórðungi, fyrsta ársfjórðunginn. Það var fvrst í april—maí, að þorskveiðar hófust svo nokkru næmi. Var síðan sóttur sjór mestan hluta sumars og fram á haust. Á þetta einkum við um veiðistöðvarnar í austurhluta fjórðungsins og að nokkru leyti við Ilúnaflóa og' Skagafjörð. Stærri bátar stunda að öllu jöfnu síld- veiðar á sumrum. Það má segja, að þetta liafi haldizt í ár, að því undanteknu, að vetrarróðrar voru nú óvenjumikið stund- aðir, og veldur þar um mestu hin aukna eftirspurn eftir fiskinum. Það virðist svo sem fiskur bafi gengið óvenju snemma inn á Húnaflóa og Skagafjörð og á mið- in i austurhluta fjórðungsins, því að á öllum þessum stöðvum var annað slagið dágóður afli seinni hluta vetrar. Á vor- vertíðinni, apríl—júní, var mjög sæmi- legur afli yfirleitt og sums staðar ágæt- ur. I júnímánuði voru þó miklar ó- gæftir víða. Dragnótaveiðar voru stundaðar með mesta móti á árinu. Um tölu þeirra báta, sem dragnótaveiðar stunduðu, er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.