Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1941, Qupperneq 9

Ægir - 01.01.1941, Qupperneq 9
Æ G I R 3 Þetta hefir óiijákvæniilega leitt af sér stórlega minnkandi saltfisksverkun. Þrátt fyrir það er ekki að efa, að þetta fyrirbrigði er svo nátengt ófriðarástand- inu, að það mun vafalaust hverfa með því, og saltfiskurinn mun aftur skipa verðugan sess meðal framleiðsluvara sjávarútvegsins, þótt liann nái ekki aft- ur þeirri stöðu, sem hann hafði. Um afkomu á árinu, sem er að hefj- ast, er allt mjög í óvissu. Að vísu er útlit gott í ársbyrjun, en á tímum eins og þeim, sem nú eru, má segja að enginn ráði sínum næturstað, og er því hæpið að gera sér alltof glæstar vonir um framtíðina. 2. Veðráttan. Tíðarfarið á árinu var milt og hag- stætt frá áramótum og fram í miðjan fehrúar. Var viðasthvar snjólétt, sæmi- legir hagar og góðar gæftir. I Vest- niannaeyjum voru stormdagar 7, en meðaltalið er 10. Frá miðjum febrúar til sumarkomu var tíðarfarið frekar óhag- stætt á N. og A.-landi, en snjókoma töluverð og víða hagbönn. Sunnanlands var útkoma fremur lítil, en tíð þó ekki eins hagstæð og í janúar. 1 fehrúar og marz voru stormdagar í Vestmannaeyj- nni 15 en meðaltalið er 13. I apríl voru þar 9 stormdagar en meðaltalið er 3. Á Vestfjörðum eru taldar góðar gæftir í aPríl. Síðustu daga aprílmánaðar og í maí var tíð lengst af frekar mild, en úr- konndaust og sólarlítið sunnanlands og austan. Á NA.-landi var góð tíð i maí, einkum seinni hluta mánaðarins. Gæftir voru allgóðar. í maí voru taldir 2 storm- úagar í Vestmannaeyjum, og er það einum minna en meðaltal. I júní var tið ostöðug og mikil úrkoma sunnanlands °g austan. Sólarlítið var en lofthiti i g'óðu meðallagi. Norðanlands og austan var tíð hlý og þurr fram til 20., að brá til N.-áttar með rigningu og kólnaði þá i veðri. Stormdagar í Vestmannaeyjum voru í þeim mánuði taldir 4, en meðal- talið er aðeins 1. Mánuðina júli og sept. var tíðarfar fremur óhagstætt. Þó telzt sæmileg lieyskapartíð í júlí. Ágúst var aftur á móti með afbrigðum óþurrka- saniur á Sv. og V.-landi, og norðanlands var heyskapartíð einnig heldur erfið. Á SA.-landi voru aftur góðir þurrkar. Norðanlands var mjög votviðrasamt i sept., en þá kom góður þurrkkafli sunnanlands og var þá víða alhirt. Stormdagar í Vestmannaeyjum voru í júlí—sept. 6 og er það sama og meðal- talið. 1 okt.— des. var tíðarfar yfirleitt milt og mjög hagstætt. Snemma í októ- her kom þó illviðriskafli með töluverðri snjókomu á Norðurlandi, en seinnihluta þess mánaðar var fádæma góðviðri sunnanlands. Veðrátta var nokkuð óstöðug í nóvem- her og slæmar gæftir á Vestfjörðum, en snjólétl og góðir hagar til ársloka. Stormdagar í Vestmannaeyjum mánuð- ina okt.—des. voru taldir 16, meðal- lalið er 18. 3. Útgerð og aflabrög’ð. Enda þótt þátttaka í fiskveiðum lands- jnanna liafi verið með mesta móti á ár- inu, var aflinn ekki að sama skapi mik- ill. í Vestmannaeyjum t. d. var einhver sú lélegasta vertíð, sem komið hefir síð- an farið var að stunda veiðar á hinum stóra vélbátaflota. Er talið, að aflinn hafi numið um 40% af meðal vertíðar- veiði. Þótt hvergi liafi sennilega hrugð- izt eins gersamlega veiði og í Vest- mannaeyjum, var víða rýr afli. En þar sem fiskverðið var yfirleitt í hærra lagi

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.