Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1946, Page 9

Ægir - 01.02.1946, Page 9
Æ G I R 31 undanfarin ár, eða frá því áður en styrj- öldin hófst. Á styrjaldarárunum hefur ekki verið um reknetjaveiði að ræða annars staðar en i Faxaflóa og við Suð-Vesturland, því fyrir Norðurlandi hafa reknetjaveiðar ckki verið stundaðar svo teljandi sé. Varð á þessu breyting á síðast liðnu sumri. Þegar herpinótaveiðin brást í iok ágúst, hófu all- margir bátar veiðar með reknetjum seint í ágúst og í september, og voru þær veiðar stundaðar mestan hluta þess mánaðar, auk þess sem reknetjaveiði var mikið stunduð í Faxaflóa og meira Iieldur en verið hefur undanfarið. AUs stunduðu 84 bátar rek- netjaveiðar í septembermánuði, en flestir urðu þeir í ágúst 1944, aðeins 23. Framan af árinu var meiri þátttaka af hálfu íslenzkra skipa í isfiskflutningunum en var árið 1944. Þessi aukna þátttaka átti rætur sínar að rekja fyrst og fremst til þess, að nú, í fyrsta skipti frá því árið 1941, var islenzkum skipum heimilt að kaupa fisk, hvar sem var á landinu, en á meðan brezka matvælaráðuneytið sá um flutning á all- verulegum hluta af fiskmagninu, sem flutt var út ísvarið, voru margar af beztu höfn- unum lokaðar fyrir islenzkum skipum, svo sem hafnirnar við Faxaflóa. Voru því að þessu sinni flest þau skip, sem hæf eru til þessara flutninga, gerð út, og urðu þau flest i marzmánuði, 38 að tölu, en höfðu orðið flest 22 árið 1944. Þegar vetrarvertíðinni lauk og fiskmagnið minnkaði, sem tiltækt var til útflutnings, hættu flest þessara skipa siglingum og fóru mörg þeirra á síldveiðar um sumarið, en að síldveiðunum loknum hófu sum þeirra siglingar aftur, í október og nóvember. Aflabrögð voru æði misjöfn á árinu og slafaði það meðal annars af stirðum gæft- um á vetrarvertíðinni, svo og af því, að sum bezlu fiskimiðin í Faxaflóa voru lokuð af hernaðarástæðum. Verður nánar komið inn á aflabrögðin í sambandi við útgerðina í binum einstöku fjórðungum liér á eftir. Alls nam aflamagnið 330 480 674 lcg mið- að við fisk upp úr sjó (sbr. töflu III). Sam- anborið við árið 1944 hefur aflamagnið þvi verið rúmlega 35% minna. Þessi geysilega breyting á aflamagninu frá árinu 1944, st^f- ar nær eingöngu af því, að síldveiðarnar brugðust um sumarið. Sildaraflinn var að- eins rúmar 60 þús. smáh, en um 220 þús. smál. árið 1944, eða um 72% minni. Afl- inn á þorskveiðunum var einnig nokkru minni en verið bafði árið 1944, eða um 20 þús. smál., og samsvarar það um 7% lækk- un frá árinu áður. Hefur fiskaflinn ekki verið svo lítill frá því fyrir styrjöldina. Hluti síldarinnar í heildaraflanum var mun minni en hann hefur verið undanfarin ár og var það bein afleiðing af þvi, að síld- veiðarnar brugðust um sumarið. Nam hann aðeins 18%, en hafði verið yfir 43% árið 1944. Hins vegar var hluti þorskins, sem ýmist hefur verið hærri eða lægri en síldin undanfarin ár, nú yfir 60%, en var árið 1944 urn 40%. Samanlagt voru því þorskur- inn og sildin tæplega 80% af aflanum. Ann- arra fisktegunda gætir því hlutfallslega lít- ið, þó er ufsinn þeirra hæstur með rúmlega 8%, og er það nokkru minna en var árið 1944 og stafar af því, að togararnir lögðu sig nú minna eftir ufsanum en verið hafði áður, vegna þess að verðið á honum á hrezk- um markaði lækkaði mjög mikið um sum- arið. Hins vegar var karfaaflinn nær lielm- ingi meiri en verið hafði árið áður, og nam hann nú 4,5% af heildaraflanum. Steinbítur var 2,7%, ýsa 2,2%, en allir flatfiskarnir ekki nema um 2%, og er það hlutfallslega meira en var árið 1944. Aukningin er þvi nær eingöngu á lieilagfiskinu. Aðrar fisk- tegundir eru ekki teljandi. Sé sildin hins vegar ekki talin með, en þorskveiðarnar taldar sér, kemur að sjálf- sögðu nokkuð önnur mynd út hvað hlutföll- in milli fisktegundanna snertir. Er þá hluti þorsksins um 75%, ufsans um 10%, karf- ans um 5% og steinbítur, ýsa og flatfiskur eru með um 3% hvert. Munurinn'á aflamagninu eftir árstíðum var minni nú en verið hefur, sem stafar al' því, hversu síldveiðin var litil. Þá mánuði, sem síldveiðarnar liafa staðið yfir, aðallega júlí og ágúst, hefur jafnaðarlega komið á

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.