Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1946, Síða 12

Ægir - 01.02.1946, Síða 12
34 Æ G I R Taíla V. Lifrarafli og lýsisframleiðsla 1945—1943. Lifur, litrar 1945 1944 1943 1945 1 Sunnlendingafjórðungur 11 556 012 13 999 138 11 579 858 5 082 117 2 Vestiirðingafjórðungur 782 153 820 855 864 681 314 578 3 Norðlendingafjórðungur 465 908 685 639 870 747 207 570 4 Austiirðingafjórðungur 580 455 793 586 693 370 205 443 Samtals 13 384 528 16 299 218 14 008 656 5 809 708 görigu, en á sýnishorniím af útfluttu lýsi hafa auk þess verið gerðar allar venjulegar efnagreiningar. Auk lýsisins hafa . verið rannsökuð allmörg mjölsýnisliorn, einnig pækill frá frystihúsum o. fl. o. fl. Árið 1940—1941 hóf rannsólcnarstofan rannsóknir í sámbandi við fúavörn netja og hefur þeim verið haldið áfram siðan. Var gerður samanburður á 29 mismunandi fúavarnaraðferðum og endingargildi þeirra reynt. Rannsóknir af þessu tagi eru mjög seinlegar, því að flestar tilraunir eru í því fólgnar 'að fúaverja netjagarn með hinum ýmsu aðferðum, leggja það síðan i sjó og fylgjast með því, hve lengi garnið er að luna og verða ónýtl. Verður væntanlega reynt að birta endanlegan árangur þessara rannsókna í skýrslu rannsóknarstofunnar fyrir árin 1944—1945, sem tilbúin verður lil prentunar innan skamms. Veigamikill þáttur í starfi rannsóknar- stofunnar hefur ávallt verið, að fylgjast sem nákvæmast með vitainininnihaldi þorskalýsis, sem framleitt hefur verið í bræðslum landsins. Var húizt við, að tals- verðra breytinga mundi verða vart á vita- mininnihaldinu frá ári til árs, og skiptast mundu á tímabil, þegar vitamininnihaldið væri hátt og lágt. Yfirleitt má segja, að vita- minmagn lýsisins hafi farið hækkandi alls staðar á landinu frá árinu 1937 og fram á árið 1944 nemá í Sunnlendingafjórðungi. .4 síðastliðnum velri varð einnig vart við mikla hækkun í Sunnlendingafjórðungi. Á þetta einkum við um A-vitaminmagnið. Miklu minni upplýsingar eru til urn D- vitaminmagn lýsisins, en svo er að sjá, að það hafi ekki hækkað að sama skapi og A- vitaminmagnið. Snemma á árinu 1943 var farið að rannsaka lýsistöp í lifrarbræðsl- um sunnanlands. Hal'a þegar fengizt all- haldgóðar upplýsingar um töpin í nokkrum helztu bræðslunum í þessum fjórðungi. t sambandi við þessar tapákvarðanir hefur bræðslutæknin verið lagfærð lijá einstök- um bræðslum, þar sem lýsistöpin keyrðu úr liófi fram. Er það vafalaust, að með þessum aðgerðmn hafi tekizt að bjarga mjög verulegum verðmætum. 1 sambandi við þetta hefur rannsóknarstofan haí't með höndurn tilraunir við bræðslu á þorskalif- ur. Hafa þær tilraunir fyrst og fremst mið- ast að því, að minnka lýsistöpin í bræðsl- unum frá því sem nú er og bæta gæði lýs- isins. Á síðastliðnum vetri var lokið við lilraunir, sem fólgnar voru í því, að lifrar- grútúr frá gufubræðslu var tættur i tætara, síðan soðinn undir talsverðum þrýstingi og lýsið að lokum skilið úr honum í skilvindu. Lýsistöpin reyndust svipuð með þessari að- ferð og þau eru, þegar grútur er lútsoðinn, en kostir aðferðarinnar lágu í því, að lýsið sem framleitt er með henni, reyndist hæft til blöndunar í meðalalýsi, og er því mun verðmætara en venjulegt lútlýsi. Tilraunir þær, sem rannsóknarstofan hefur liaft með höndum um bræðslu þorskalifrar, hafa reynzt mjög tafsamar og er það einkum því að kenna, að rannsóknarstofan hefur ekki átt í annað hús að venda með þessar tilraunir en sjálfar lifrarbræðslurnar. Til- raunáskilyrði i bræðslunum eru hins vegar J

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.