Ægir - 01.02.1946, Blaðsíða 18
40
Æ G I R
Tafla VIII. Tala fiskiskipa og fiskimanna í Vestfirðingaíjórðungi
í hverjum mánuði 1945 og 1944.
Botn- vörpuskip Línu- gufuskip Mótorbátar yfir 12 rl. Mótorbátar undir 12 rl. Opnir véibátar Ára- bátar Samtals 1945 Samtals 1944
Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. £ 3 r"* cfl Tala skipv. Tala skipa — .§• H « Tala skipa Tala skipv. « 5 H * Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv.
Janúar .... 3 84 » » 33 344 22 188 3 8 4 8 65 632 49 524
Febrúar . .. 3 85 » » 41 420 24 197 » » » » 68 702 56 607
Marz 3 85 1 » 42 429 26 199 » » 3 6 ; 74 719 68 716
Apríl 3 85 » » 39 402 36 259 24 71 17 34 119 851 133 888
Maí 3 86 » » 35 354 37 242 78 204 20 40 173 926 172 1011
Júní 3 86 » » 23 193 31 158 71 195 11 22 139 654 180 889
Júlí 3 85 » » 36 417 22 114 14 33 6 11 81 660 121 784
Ágúst 3 85 » » 38 406 23 118 15 34 5 9 84 652 95 703
September . 3 85 » » 26 210 13 73 13 28 » » 1 55 396 73 602
Október . . . 3 86 » » 32 293 23 151 25 66 2 3 | 85 599 85 519
Nóvember . 3 86 » » 35 345 32 220 13 35 » » ! 83 686 99 632
Desember . 3 86 » » 38 385 25 189 16 45 5 9 87 714 82 632
í Sandgerði voru farnir mest 97 róðrar, en
90 árið áður. í Keflavík 95 á móti 90 árið
1944 og á Akranesi 89 á móti 73 árið
1944.
í Vestmannaeyjum var afli venju frenmr
tregur á vetrarvertíðinni.
I veiðistöðvunum sunnanlands var aftur
á móti sæmilega góður afli, þótt gæftir væru
stirðar, einkum um miðbik vertiðarinnar.
Var afli aðallega á línuna, en lítið i net, og
stafaði það aðallega af ógæftum.
í veiðistöðvunum við Faxaflóa hófst ver-
tíðin í janúar með mjög góðum gæftum og
yfirleitt góðum áfla. Stóð gæftakafli þessi
fram í miðjan febrúar, en eftir það voru
ógæftir um mánaðartíma, en þá skipti aftur
um til hins betra, og voru gæftir góðar eftir
það. Aflabrögð voru ærið misjöfn við Faxa-
flóa á vertíðinni og mun það meðal annars
hafa stafað af hernaðarbannsvæðinu, sein
sett var á, og áður hefur verið getið. Var
aflinn yfirleitt betri sunnan til í flóanum
en norðan.
í veiðistöðvunum á Snæfellsnesi voru
aflabrögð yfirleitt heldur léleg alla ver-
tíðina.
Yfirlit yfir vertíð í Sunnlendingafjórð-
nngi árið 1945 er að finna í 5. tbl. Ægis
38. árg.
b. Vestfirðingafjórðungur.
í töflu VIII er yfirlit yfir tölu fiskiskipa
og fiskimanna i Vestfirðingafjórðungi árin
1945 og 1944.
Togararnir 3 voru allir gerðir út allan
ársins hring. Linugufuskip eru nú engin
orðin eftir í Vestfirðingafjórðungi.
Úlgerð mótorbáta yfir 12 rúml. var nokk-
uð jöfn allan ársins hring, að undantekn-
um mánuðunum júní og seplember, en i
binum fyrri eru flestir þeir bátar, sem
gerðir eru út til síldveiða um sumarið, i
undirbúningi undir þær veiðar, en í hinum
síðari er síldveiðunum lokið, en aðrar
veiðar hafa þá yfirleitt ekki hafizt. Mest var
útgerð þessara báta á vetrarvertíð í mánuð-
unum febrúar og marz, en þá voru þeir
flestir 42. Var tala þeirra yfirleitt nokkru
hærri en verið hafði árið áður.
Fram til þessa hafa fleiri mótorbátar
undir 12 rúml. verið gerðir út en hinir
stærri, en að þessu sinni voru þeir færri.
Einnig var útgerð þeirra stopulli, þó all-
margir þeirra væru gerðir út að heita mátti
allt árið. Voru þeir flestir gerðir út um vor-
ið og seinni hluta vetrarvertíðar. Flestir
urðu þeir í maí, 37. Voru þeir allmikið færri
um aðalútgerðartímann en verið liafði ár-
ið áður.
i