Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1946, Síða 32

Ægir - 01.02.1946, Síða 32
54 Æ G I R Tafla XVII. Síldveiðin 1945. T3 qo Saltsild sérverkuð 2 2 lO 3 *o o 3 2 2 cn cS C5 b Saltsilc venjuh V) U « 'S t? co 3 CC T3 C/3 v) Sérverl sild Söltuð samtah í g 25 3 tn. tn. tn. tn. tn. tn. tn. tn. hl. Strandir Sauðárkrókur .... » » 8 154 » 955 68 » 9 177 83 417 Siglufjörður og » » 53 023 214 4 300 863 162 58 562 164 587 Eyjafj., HúsaviU og Raufarhöfn . . » » 9 222 » 487 » » 9 709 200 963 Austfirðir » » » » » » » » 14 271 Suðurland .... 17 947 » » » » » » 17 947 » Lokaskýrsla 1945 17 947 » 70 399 214 5 742 931 162 95 395 463 238 Lokaskýrsla 1944 1 814 833 14 209 8 873 4 770 2 911 1 770 35 180 2 355 207 Lokaskj’rsla 1943 8 830 1 448 19 203 15 534 3 732 2 587 2 346 53 680 1 895 395 Lokaskýrsla 1942 10 714 73 7 070 28 874 402 » 2 415 49 548 1 544159 áður. Aftur á móti var ekki teljandi um matjessíldarverkun að ræða, þar sem að- eins voru verkaðar þannig 214 tunnur. Um 7% af Norðui’landssíldinni var verkað í krydd og afgangurinn sykursaltað og lítils háttar flakað. Hlutfallslega minna magn var nú salíað á Siglufirði en áður og byggist það á þvi, hversu veiðin brást, en hlutur Siglufjarðar hefur jafnan aukizt eftir þvi, sem síldar- söltunin hefur verið meiri. Af Norðurlands- sildinni voru rúmlega 74% söltuð á Siglu- firði, 8,4% á Hólmavík, 4,4% í Hrísey og enn minna á Dalvík, Drangsnesi, Akureyri, Sauðárkr., Húsavík, Ólafsfirði og Djúpavik. Það kom greinilega i ljós um sumarið, þótt síldaraflinn brygðist svo sem raun varð á, að mjög skortir á, að til sé nægjan- legt verkafólk við þessa atvinnugrein. Eink- anlega voru miklir erfiðleikar á þvi að fá kvenfólk, og gátu sumar söltunarstöðvarn- ar ekki saltað svo sem ætlað var af þeim or- sökum. Er einsýnt, að skortur á hæfu fólki til síldarverkunar, getur valdið miklum erf- iðleikum í framtíðinni, þegar síldarsöltun kemst í eðlilegt horf aftur. Að sjálfsögðu reyndi ekki á það til fulls um sumarið, hversu mikil brögð eru á verkafólksskort- inum, þar sem aflaleysið kom í veg fyrir það, að sú söltun væri framkvæmd, sem ætluð hafði verið. Sildarútvegsnefnd var að þessu sinni fal- ið að sjá um sölu allrar útfluttrar saltsíld- ar. Ákvað nefndin eins og áður lágmarks- verð á fersksíld, og var það kr. 32.00 fyrir uppsaltaða tunnu, þrjú lög i hring. Gilti þetta verð til 29. ágúst. Er það miðað við hausskorna síld, en það hafði árið áður ver- ið kr. 30.00 fyrir heiltunnu. Þegar síldveið- in brást og fyrirsjáanlegt var, að ekki mundi fást nægileg sild í þær tunnur, sem til voru og búið var að selja, fór að bera á því, að síldarsaltendur færu að greiða hærra verð fyrir síldina en lágmarksverðið. Hinn 30. ágúst var gert samkomulag við kaupend- ur síldarinnar um hækkun á verðinu og var þá síldarverðið ákveðið 60.00 lcr. fyrir heil- tunnu. Herpinótaveiðinni var þá fyrir nokkru lokið og fyrir lok mánaðarins hafði verið saltað rúmlega 70% af þeirri sild, sem söltuð var á Norðurlandi um sumarið. Með þvi að Síldarútvegsnefnd liafði alla sölu síldar til útflutnings með hönduin, var aldrei sett eða ákveðið lágmarksútflutn- ingsverð á síldina eins og venja hefur verið. Eins og áður getur var gerður samningur við Svía um sölu á 125 þús. tunnum sildar (saltsíld og sykursíld). Enn fremur hafði verið samþykkt að selja UNRRA 40 þús. tunnur af hausskorinni síld, enda legðu þeir til tunnur undir síldina. Vegna aflaleysis var ekki nema nokkur hluti saltaður fyrir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.