Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1946, Qupperneq 40

Ægir - 01.02.1946, Qupperneq 40
62 Æ G I R Tafla XXIII. íslisksölur línugufuskipa og mótorskipa í hverjum mánuði 1945. Ferðir £ Janúar 183 570 Febrúar 334 325 82 632 203 Apríl 537 785 Mai 512 464 Júni 48 279 668 Júlí 3'2 123 980 Ágúst 29 108 404 September 23 101 038 Október 25 116 983 Nóvember 86 015 Desember 8 35 203 Samtals 503 3 051 638 íslenzku fiskkaupaskipin og leiguskipin fóru alls 503 söluferðir. Söluverð aflans á brezkum markaði nam tæplega 80 milljón- um króna. Allar söluferðir kaupaskipanna voru farnar til brezkra hafna að undanteknum 6 í mánuðunum október og nóvember, sem farnar voru lil Belgiuhafnanna Antwerpen og Ostende. Gerðu menn sér vonir um, að hægt mundi að selja nokkuð magn af fislci á Belgiumarkaðinum framvegis, en þær vonir rættust ekki, því að í nóvember kom lilkynning þess efnis, að ekki yrði unnt að landa þar meiri fislc að sinni. Allmiklir erf- iðleikar voru á löndun í belgisku höfnunum vegna þess, að löndunarskilyrðin voru svo slæm, og tók oft nokkra daga að landa liverjum farmi. Yfirleitt var verð það, sem féklcst fyrir fiskinn á belgiska markaðinum, töluvert betra en á brezka markaðinum á sama tíma. Þannig var meðalverðið fyrir fisk þann, sem seldur var til Belgíu í októ- ber, kr. 2.13 pr. kg, en á sama tíma var með- alverðið á fiski, sem fiskkaupaskip seldu á brezka markaðinum, kr. 1.73, en í nóvember var meðalverðið á belgiska marlcaðinum kr. 1.74, en á brezka markaðinum kr. 1.56. í töflu XXI er yfirlit yfir magn og verð- mæti útflutts bátafisks á árinu 1945 og fyr- ir árin 1942 til 1944. Sést þar einnig hvern- ig skiptingin er á fjórðunga. Svo sem áður var getið, var magn það, sem út var flutt af bátafiski árið 1945, rúmlega 73 þúsund smá- lestir og er það nokkru minna en verið hef- ur undanfarin ár. Eins og að undanförnu kom mest af fiskinum úr Sunnlendinga- fjórðungi eða rúmlega 60%. Austfirðinga- íjórðungur var næstur með 18%, síðan Vestfirðingafjórðungur með 12% og Norð- lendingafjórðungur með 9%. I Sunnlend- ingafjórðungi eru Veslmannaeyjar með slærsta lilutann, um 40% af heildarmagn- inu í þeim fjórðungi. Faxaflóaveiðistöðv- arnar ásamt Grindavík eru með um 30% af útfluttu fiskmagni í Sunnlendingafjórðungi. í Vestfirðingafjórðungi eru um 90% af fisk- magninu frá ísafirði og veiðistöðvunum við ísafjarðardjúp. I Norðlendingafjórðungi eru veiðistöðvarnar við Eyjafjörð hæstar með um 40%, en allmikið er einnig frá Siglu- l'irði og Húsavík. 1 Austfirðingafjórðungi er mest fiskmagnið frá Hornafirði á vertíð- inni og nemur það um 45% af lieildarmagn- inu úr þeim fjórðungi, en næstur er Nes- kaupstaður með um 25% og Fáskrúðs- fjörður með um 20%. Undanfarin styrjaldarár, fram til ársins ins 1944, liafði verðlag á fiski til útflutn- ings verið fastbundið með samningi við brezka matvælaráðuneytið. Með árinu 1944 rann út síðasti samningur, sem gerður liafði verið, og var hann ekki endurnýjaður fyrir árið 1945, af því að ‘matvælaráðuneytið óslc- aði ekki eftir að kaupa fisk og flytja út í eigin skipum. Með auglýsingu 10. jan. 1945 tilkymiti samninganefnd ulanríkisviðskipta sam- kvæmt tilmælum ríkisstjórnarinnar, að verð á fiski til útflutnings skyldi vera óbreytt fyrst um sinn, þ. e. sama verð skyldi greitt til fiskimanna og útgerðarmanna, en kaupandi skyldi auk þess greiða 15% ofan á fasta verðið, sem lagt skyldi í sérstakan sjóð, verðjöfnunarsjóð. Hins vegar skyldi sama verð og áður hafði verið, greiðast fyrir fisk, sem keyptur var til hraðfrysting- ar, eða jafnhátt verð og útborgunarverðið á liski í flutningaskip. Voru þessi ákvæði lát- in gilda út v.ertíðina til 1. júni. Samkvæmt upplýsingum Fiskimálanefndar nam heild- armagn og verðmæti verðbætts afla frá 10.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.