Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1946, Side 51

Ægir - 01.02.1946, Side 51
Æ G I R 73 var fram á árið 1945. Bátar þeir, sem keyptir voru frá Svíþjóð voru flestir af stærðinni frá 50 til 75 rúmlestir og voru margir þeirra nýlega smíðaðir. Um skip það, sem keypt var frá Banda- rikjunum, er það að segja, að þar var um algera nýjung að ræða. Er það ný gerð af skipum og hefur aldrei verið reynd hér við land áður, en þau eru allmikið notuð við vesturströnd Bandaríkjanna til síldveiða og annarra veiða. Er það að þvi leyti mjög frá- brugðið skipurn þeim, sem notuð eru hér við fiskveiðar, að vél skipsins og stjórn- pallur og allar íbúðir eru fram í skipinu, en allt farmrými aftur í. Verður skip þetta reynt í fyrsta skipti við síldveiðar hér á næstkomandi sumri og gefst þá tækifæri til þess að skera úr um það, hversu hentug slik skip eru við síldveiðar hér við land. Full ástæða er þó til að ætla, að hér geti verið um mjög þýðingarmikið skref að ræða í þá átt, að gerbreyta fiskikipaflotanum frá því sem nú er. í yfirlili því yfir sjávarútveginn, sem birl- ist í Ægi, 2.—t. tbl. 1945, var þess getið, að samið hefði verið um smíði 45 fiskibáta i Svijtjóð á veguin ríkisstjórnarinnar og aettu flestir þeirra að verða tilbúnir fyrir árslok 1945. Ýmsar aðstæður hafa ]ió vald- ið því, að enginn af nefndum bátuin var búinn á árinu 1945, en flestir þeirra verða tilbúnir á árinu 1946, væntanlega á tima- bilinu apríl til júní. Til viðbótar Jiessum 45 10. Hafnargerðir og lendingarbætur. í Keflnvík var hafnargarðurinn lengdur um 20 m (2 steinsteypuker) breidd 10 m bátum var síðan samið urn aðra 5, og eiga jieira að vera tilbúnir seinl á árinu 1946. Mun samanlögð rúmlestatala Jiessara báta verða um eða yfir 4000. Eru það tæplega 29% af núverandi fiskiskiptstól, þ. e. mótor- skipunum. Til viðbótar þessum skipabyggingum hefur enn verið samið um smiði á 30 botn- vörpungum i Bretlandi og eiga þeir að koma lil landsins á árunum 1946 og 1947. Verður hér um að ræða stór og injög vel útbúin skip, þannig að annars staðar mun ekki völ á öðruin betri skipum. Tafla XXXVI. Skipastóllinn í árslok 1945 og 1944 (Frá Hagstofu íslands.) Eimskip Mótorskip Samtals 1945 Samtais 1944 Búml. Húml. Húml. Húml. Tala brúttó Tala brúttó I ala brúltó 1 ala brúttó Botnvörpuskip 28 9 383 » » 28 9 383 29 9 652 Onnur fiskiskip 14 2 832 579 15 701 593 18 533 593 17 554 Farþegaskip 3 3 601 3 1 729 6 5 330 7 6 862 Vörufiutningaskip 4 3 995 3 268 1 4 263 7 4 263 Varðskip » » 2 569 2 569 2 569 Björgunarskip )) » i 64 i 64 1 64 Dráttarskip 1 111 » » i 111 1 111 Sarntals 1945 50 19 922 588 18 331 638 38 253 640 39 075 Samtals 1944 55 21 996 585 17 079 640 39 075 » »

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.