Ægir - 01.02.1946, Síða 56
78
Æ G I R
Óla/ur
Guðmundsson.
Steingrimur Jónsson, Neskaupstað, 22
ára, ókvæntur.
Erlingur Þorgrímsson, frá Selnesi,
Breiðuvík, 23 ára, ókvæntur.
Fimmla skipverjanum af Magna tókst að
ná i brak úr öldustokk bátsins. Vélbátur-
inn Barði frá Húsávík var þarna á næstu
grösuni og heppnaðist honuin að ná í mann-
inn. Var það Rtkbarður Magnússon frá
Norðfirði. Ekkert vissi Ríkharður af sér
fyrr en liann var kominn uin horð í Barða.
Vélbáturinn Magni var 19 rúml. að
stærð, smíðaður í Noregi 1935. Eigendur
lians voru Asgeir Bergsson o. fl., Norðfirði.
Keflavíkurbátar fóru allir á sjó þennan
dag, en þrír þeirra sneru aftur vegna
ótryggs veðurútlits. Undir miðnættu á
Iaugardag voru allir bátarnir komnir að
nema v/b Geir. Fórst hann með allri áhöfn.
Skipverjar voru þessir:
Guðmundur Kr. Guðmundsson, skip-
stjóri, Keflavík, 49 ára, kvæntur, og lætur
eftir sig tvö uppkomna syni og unga fóst-
urdóttur.
Páll Sigurðsson, vélstjóri, Keflavík, 30
ára, lætur eftir sig'konu og tvö börn.
Kristinn Ragnarsson, háseti, frá Hjalla-
sandi, 21 árs, kvæntur, barnlaus.
Ólafur Guðmundsson, háseti, Keflavík,
20 ára.
Marius Þorsteinsson, háseti, ísafirði, 39
ára, ókvæntur.
Vélbáturinn Geir var 23 rúmlestir að
stærð, smiðaður í Reykjavík árið 1938.
Eigandi hans var skipstjórinn, sem með
honum fórst, Guðm. Kr. Guðmundsson.
Vélbáturinn Aldan frá Seyðisfirði fórst
og með allri áhöfn, en bátur þessi var gerð-
ur út frá Hafnarfirði. Með bátnum fórust
þessir menn:
Hrölfur Sigurðsson, skipstjóri, Húsavík,
24 ára.
Ársæll Þórarinsson, 1. vélstjóri, Seyðis-
firði, 19 ára. (Hann var sonur Þórarins
Björnssonar, eiganda bátsins).
Jón Sigmundsson, 2. vélstjóri, frá Helga-
lelli á Svalbarðsströnd, 19 ára.
Guðmundur Maqnússon, háseti, Sevðis-
lirði, 19 ára.
Jóhann Dagbjartsson, háseti, Seyðisfirði,
22 ára.
Ilrúlfur Sigurdsson.
Arsœll Pórarinsson.
Jóii Sigmundsson.