Ægir - 15.12.1959, Page 5
ÆGIR
AFMÆLISRIT
GEFIÐ ÚT í TILEFNi AF 50 ÁRA AFMÆLI ÆGIS
<2W/íf Oíapiion
Áva
í júlí 1905 kom
út fyrsta tölu-
blað tímaritsins
„Ægis“, og var
Matthías Þórðarson frá Móum ritstjóri og
útgefandi ritsins. Fram á árið 1909 kom
ritið út reglulega í hverjum mánuði, en
síðan varð hlé á útgáfunni þar til í árs-
byrjun 1912 að ritið hóf göngu sína að
nýju undir sömu ritstjórn, en útgefandi
varð nú Fiskifélag íslands, sem hafði ver-
ið stofnað árið áður. Hefur Fiskifélagið
síðan gefið ritið út.
Fyrir tveimur árum kom út 50. ár-
gangur ritsins og var þá ákveðið að
minnast þess með útgáfu sérstaks afmæl-
isrits og hafinn undirbúningur að því.
Dráttur hefur orðið á því, lengri en ætl-
að var í upphafi, að þetta afmælisrit sæi
dagsins ljós, og er því nokkuð um liðið
síðan sumar gi’einarnar voru skrifaðar.
Efni afmælisritsins var þegar í byrjun
rpsorð
ákveðið aðallega tvíþætt. 1 fyrsta lagi
skyldi birt ýmislegt efni úr gömlum Ægi
svo fá mætti nokkra hugmynd um það
efni, sem ritið hefur flutt, einkum á
fyrstu árum æviskeiðs síns. Er þetta að
finna í greininni „Blaðað í gömlum
Ægi“. I annan stað birtast í ritinu all-
margar greinar um þá þróun, sem átt
hefur sér stað í ýmsum greinum íslenzks
sjávarútvegs á því hálfrar aldar tíma-
bili, sem hér er um að ræða.
Kemur ljóslega fram af þeim greinum
sú öra þróun og þær miklu framfarir,
sem orðið hafa í sjávarútveginum á
fyrra helmingi þessarar aldar og eru
raunar ævintýri líkastar þegar litið er á
þá niðurlægingu, sem atvinnuvegirnir
voru komnir í eftir aldalangar þrenging-
ar. Óhætt mun að segja, að Ægir hefur
átt sinn þátt í þessari þróun.
Þegar ritið hóf göngu sína var fram-
faraaldan að rísa og mikil þörf á því, að