Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1959, Side 7

Ægir - 15.12.1959, Side 7
ÆGIR — AFMÆLISRIT 5 i^]atlliai ftórh 'arion NOKKUR ÍHUGUNARVERÐ ATRIÐI Opið bréf til fiskimálastjóra, og ritstjóra Ægis, hr. Davíðs Ólafssonar Góði vinur! 1 tilefni af 50 ára afmæli fiskiveiðarits- ins „ÆGIS“, leyfi ég mér með línum þess- um, að sýna þér vott virðingar, og þakk- lætis, fyrir vel unnið starf í þágu sjávar- útvegsins. Aldur ritsins er mjög virðingarverður, og þótt Ægir lengi framan af hafi átt örðugt uppdráttar, og lítið að bjóða, þá breyttist það skjótt, þegar hið nýstofnaða Fiskifélag tók hann í þjónustu sína og gerði hann betur úr garði en tök voru til áður. Með þjóðinni hafa nú síðustu áratugi vaxið upp dugmiklir sjómenn og fjöldi manna, sem hafa aflað sér víðtækrar þekk- ingar á sviði útgerðar og verzlunar, skipa og vélabygginga, haf- og fiskirannsókna o. s. frv., sem meira og minna vinna, í nánu sambandi við fiskimálastjóra og Fiskifélagið og aðrar stofnanir og er það full trygging fyrir því að Ægir í fram- tíðinni muni geta fengið nægilegt vei'k- efni, og áhugasama lesendur. En það er ekki starfssvið Ægis, sem ég að þessu sinni ætla mér að ræða um, heldur vil ég nota tækifærið til þess að minnast nokkurra atriða, sem örsjaldan hafa verið dregin fram í dagsbirtuna, en sem eru þess verð að þau séu ekki skoð- uð sem launungarmál er ekki má hreyfa við, heldur tekin til yfirvegunar með al- vöru og stillingu. Hér mun aðeins verða stiklað á stóru. -----o----- I fornum ritum er skírt frá því, að á landnámsöldinni hafi það verið talin frægðarför mesta að ferðast til íslands yfir mikið og órólegt haf á litlum og illa útbúnum skipum, með þeim æði ófull- komnu hjálparmeðulum er þá þekktust. Landnámstíðin stóð yfir í um 60 ár, þar til landið var talið fullbyggt og munu sjó- ferðir þessar, er frumbyggjar landsins tóku þátt í, mega teljast hinar djörfustu og mestu er gerst höfðu í sögu mannkyns- ins. Þessu megum við ekki gleyma, því með því að hafa það á meðvitundinni heiðrum við minningu þeirra. Hinn nafnkunni enski sagnaritari Arn- old J. Toynbee, skrifar í hinu mikla riti sínu, „Mannkynssagan í nýju ljósi“, að menning Norðurlanda til forna hafi ekki náð mestum blóma í Danmörku og held- ur ekki í Noregi eða Svíþjóð, en það hafi hún gert í íslandi, í nýlendu stofnaðri af norskum innflytjendum á eyju norðvestur í Atlantshafi, í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá meginlandi Evrópu. Þannig hljóðar vitnisburður óvilhallra manna, um forfeðurna, er skyn bera á málin. -----o---- Alla þá þekkingu er íslendingar til foma höfðu aflað sér á ferðum sínum um norðurhöfin, við nám og byggingu Græn- lands, og fund Norður-Ameríku m. m. þar á meðal um veðráttu, ísrek, strauma,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.