Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1959, Side 15

Ægir - 15.12.1959, Side 15
ÆGIR — AFMÆLISRIT 13 stöðskip hér á sumriim, Englar hafa í 6 árin siðustu sent hingað stórt varðskip 3J/4 mánuð á ári, en Þjóðverjar hafa 2 síðustu árin sent hingað fregnsnekkju í stuttan leiðangur. I 6. tbl. 1. árg, er enn vikið að landhelgis- gæzlunni í tilefni þess, að „Hekla“ hafði þá haft á hendi gæzlu í 4 ár. Þetta ár, 1905, hefur Hekla verið óvenju fengsæl. Árið 1902 tók hún 5 togara í landhelgi, 1903 áttá, 1904, átta, en 1905 alls 25. Tafla er birt yfir fenginn 1905. Hinn fyrsti er tek- inn 3. marz og hinn síðasti 2. nóv- ember. Fimm voru teknir við Vestmanna- eyjar, átta við Portland, tveir í Reykja- víkurhöfn, einn norðan Reykjaness, fimm við Ingólfshöfða, einn á Patreksfirði, einn á Aðalvík og tveir við Garðskaga. Mátorafli'ö í þjónstu fiskimanna. I 2. tbl. er grein, sem heitir Mótoraflið í þjónustu fiskimanna. Þar er tekin upp úr norsku blaði hvatning til norskra fiski- manna um að taka vélaraflið í þjónustu sína, bæði til að knýja skipin og draga inn veiðarfærin. Höfundur segir, að þetta eigi einnig við á íslandi: Að brúka mótorbáta við þorsknetaveiðar, lóðir og hákarlaveiðar ætti að hafa mjög mikla þýðingu, jafnframt sem bátarnir ættu að vera stærri en venjulegir róðrarbátar, með skýli að minnsta kosti að framan, þá mundu þeir að líkindum geta sótt lengra sjó og þar að auki tekið aflann fljótar og borið meira. Menn sem þegar eru byrjaðir að brúka mótorbáta hér á landi eru mjög ánægðir með árangurinn að öðru leyti en því, að á einstöku mótorum hafa komið fyrir, að mótorarnir hafa hætt að vinna, eða að einhver stykki í þeim hafa bilað, sem getur verið mjög bagalegt, og orðið til tjóns eða hættu. Þetta kemur oft af því að mótor- arnir eru illa og hirðulauslega passaðir. Kolaveiðar. 1 3. tbl. er grein um kolaveiðar. Þar seg- ir m. a.: Það mun víst flestum í minni sem kunnugir voru, hve mjög mikið af kola skip Garðar-fé- lagsins á Seyðisfirði fiskuðu þann stutta tíma er þau voru gerð út til þessara veiða með drag- nót á fjörðum og víkum við Austurland, og þeim sem við fiskveiðarnar fengust, mun enn þá í fersku minni, hve sorglegt var að sjá fleiri tugi þúsunda af þessum fiski fleygt dauðum í sjóinn aftur, þegar skipin sem flytja áttu fisk- inn lifandi á markaðinn utanlands komu ekki á réttum tíma og stundum ekki. ... Á Aðalvík í sumar var dregið fyrir frá Hekhi einu sinni, og fékkst svo mikið í þessum eina drætti, að yfirmönnunum þótti ekki ráðlegt að draga aftur, þar eð talið var víst að fiskurinn mundi ónýtast ef hann væri geymdur, og fisk- urinn sem fékkst var næg máltíð tvisvar handa skipshöfninni (125 manns). Þetta sem hér er sagt, er aðeins gert til þess að vekja athygli manna á því, að nóg sé til af þessari fiskitegund hér upp við strendurnar, og það alveg uppi í flæðarmáli. Það er óþarfi að taka það fram, að þessi fiskitegund er ein hin verðmætasta, og ein aðalvaran sem mest er sókst eftir á fiskimarkaðinum erlendis, því hinir útlendu botnvörpungar sem fiska hér við land, sýna það svo ljóslega, að þeim er það kappsmál að ná í liann, þar sem landhelgisbrot þeirra stafa mest megnis af því. .. . Það er ekki ófróðlegt að sjá hvernig útlend- ingar líta á þetta mál með tilliti til íslendinga, og leyfi ég mér í sambandi við þetta, að taka eftirfarandi kafla úr bók dr. Joh. Smith, „Fiskeri undersögelser ved Færöerne og Is- land 1903“. Þar segir svo: „Á meðan íslendingar hér um bil ekki, eða að mjög litlu leyti, hagnýta sér kolann, sem er svo mikið til af við landið, fiska útlendir botn- vörpungar, einkum enskir, þessa fiskitegund oft fyrir auð fjár, bæði fyrir utan og innan landhelgi, jafnvel innst inni á fjörðum. Að fsl. fiska ekki kola er hryggðarefni, sem hlýtur að vekja undrun þeirra manna, sem íhuga þetta og ekki sízt þeirra manna, sem þekkja fiskiveiðar Dana, og vita hve mikið kapp er lagt á að veiða hann þar, og hvað gagnleg sú veiði er. Ég hefi orðið var við það á fjörðum á ís- landi sem ég hefi komið á, þar sem hefur ver- ið fullt af kola, að fiskimennirnir hafa setið með hendur í vösum og kvartað yfir fiski- leysi, þar eð þorskur var enginn kominn. Á öðrum firði sem ég kom á, var ástandið sama, menn sögðu jafnvel að það væri ekki laust við að fiskimennirnir og fjölskyldur þeirra liðu skort, af því að þorskurinn væri ekki kominn inn að fjarðarmynninu. Svona hjárænulegur er hugsunarhátturinn vissulega, að minnsta kosti á sumum stöðum á íslandi, að menn segja fiski- laust og reyna alls ekki að bera sig eftir neinni björg, ef þorskur og ýsa lætur bíða eftir sér að koma upp að landinu. Maður vonar, að sú öld upprenni innan skamms, að íslenzkir fiski- menn opni augun fyrir þvi mikla bjargræði sem þeir eiga liggjandi í fjörðum og víkum við landið í kolanum eingöngu, svo að sá auður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.